Skírnir - 01.01.1977, Page 138
136 ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON SKÍRNIR
ætla má, að geti verið nýt við rannsókn chaims-nalns, eru
þessi:
AM 439, 4to, útdráttur Bjarnar sjálfs úr Skarðsárbók. Að tali
Kálunds liefur Björn yfirleitt fylgt forritinu allnákvæmlega,
en þó tekið einstök atriði úr Króksfjarðarbók. Hann hefur þó
ekki notað þá bók að ráði fyrr en eftir lýsingu Flugumýrar-
brennu, en þar er síðast getið nafns Ólafs chaims.14
British Museum Add. 11, 127 (Br), ritað 1696, mun vera eina
óskerta og jafnframt bezta eftirrit Skarðsárbókar og ritað beint
eftir þeirri bók.15
Stockh. Papp. 8, 4to (H), ritað með hendi Halldórs Guð-
mundssonar á Sílastöðum í Kræklingahlíð16 um miðja 17. öld
eftir Skarðsárbók, en allmjög stytt. Einkum er persónufróðleik
sleppt, og geldur nafn Ólafs chaims þess.17
Til frekari glöggvunar skal nú afstaða fyrrgreindra handrita
sýnd í ættartöluformi. Að venju táknar I Króksfjarðarbók, II
Reykjarfjarðarbók, en Ip og IIp pappírseftirrit þeirra.
IP
I
114 (hliðsjón höfð af II)
437-38 (hliðsjón höfð
af I og IIp)
(H)
|
(Sk)
I
I I I
439 Br H
(hliðsjón
höfð af I)
HP
Nú er rétt að virða fyrir sér viðurnefni Ólafs chaims á öllum
þeim stöðum, þar sem þess er getið í þeim handritum, sem hér
hefur verið gerð grein fyrir.18 (Sjá töflu á næstu bls.)
Við lestur töflunnar dregst athyglin m. a. að eftirtöldum
atriðum:
1) í I er samræmi í stafsetningu chaims-nafns, nema hvað á
tveimur stöðum af fimm er ritað k í stað ch.
2) Á sjötta staðnum (II 195u) í I er önnur rithönd en á hinum
stöðunum, og ber þó saman um ritháttinn.
3) í 114 gerir Jón Gizurarson fimm tilraunir — jafnmargar