Skírnir - 01.01.1977, Síða 142
140
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
SKÍRNIR
hljóðs á undan frammæltum sérhljóðum, sem tíðkaðist m. a.
á Englandi og Frakklandi, eins og fyrr segir. Beitir höfundur
þeirri stafsetningu: che —- þegar hann vill taka af allan vafa
um, að borið skuli fram [ke], þótt hann vilji annars láta c duga
sem tákn [kj-hljóðs.
í elztu norskum handritum (fyrir 1225) kemur fyrir, að [k]
sé ritað ch í norrænum orðum, t. d. licnesche, styrchia (AM
619, 4to, Fornnorsk hómilíubók, rituð um 1200).24 Sama rit-
háttar verður aðeins vart í elztu íslenzkum handritum, t. d.
elschem, michit (Sthm. 15, 4to, Hómilíubók, rituð um 1200),
cheNa, flochm (AM 325 II, 4to, Ágrip, ritað 1200—1225), en
bæði þessi handrit munu skrifuð eftir norskum handritum, þó
naumast öll Hómilíubókin.25 Hér er ch ritað á undan frammælt-
um sérhljóðum (e, i), sbr. hina frönsku og engil-normönnsku
ritvenju.26 Á undan uppmæltum sérhljóðum var hins vegar
með öllu ástæðulaust að rita ch í norrænum orðum, þar dugði
c eitt. Þó að ritari Sthm. 15, 4to bregði fyrir sig að rita ch í elsch-
em og michit, skrifar hann hvarvetna c eða k í myndum þess-
ara orða, ef uppmælt sérhljóð eða samhljóð fara á eftir, og
skipta slík dæmi þó tugum. Það sýnir, hve venja þessi hefur
verið rík, að í bók Ludvigs Larsson um orðaforða elztu íslenzkra
handrita hef ég aðeins komið auga á eitt dæmi um ch á undan
uppmæltu sérhljóði eða samhljóði í alíslenzku orði, en dæmi
um c og k í þeirri stöðu skipta þar þúsundum. Þetta eina dæmi
er þocha, þ. e. þokka (Sthm. 15, 4to),27 og er þar því um tvöfalt k
að ræða, sennilega misritun fyrir ck. Ekki nefnir Seip heldur
dæmi um fyrrgreinda notkun ch í staffræði sinni, hvorki á
tímabili hinna elztu íslenzku handrita né síðar. Hins vegar kemur
fyrir, að ch sé ritað á undan uppmæltu sérhljóði eða samhljóði
í erlendum orðum og tökuorðum í íslenzkum handritum. Er
ch þá runnið frá gr. % samkvæmt hinni latnesku ritvenju:
chaiphas, chána, pascha (Sthm. 15, 4to).27
Eftir þessa athugun á notkun c og ch í íslenzku ritmáli að
fornu virðist heimilt að álykta:
1) Stafirnir ch í orðmynd Króksfjarðarbókar: chaim — eru
vitnisburður um, að viðurnefnið hefur verið erlent í vitund
ritara bókarinnar (á síðara hluta 14. aldar). Stafsetningin kairn