Skírnir - 01.01.1977, Page 151
SKÍRNIR
ÓLAFUR CHAIM
149
Hins vegar sýna dæmin um hin keltnesku mannanöfn, er urðu
auknefni íslenzkra manna í upphafi íslands byggðar, og hin
erlendu dýrlinga- og mannanöfn, er urðu önnur nöfn norrænna
manna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á 11,—13. öld, að menn
gátu á ýmsum tímum og af fleiri en einni ástæðu átt það til að
grípa til slíkra nafngifta.
8
Ef viðurnefni Ólafs chaims er af mannsnafninu dregið, er rétt
að reyna að gera sér grein fyrir, með hverjum hætti eðlilegast
sé að hugsa sér, að þau tengsl hafi getað tekizt, sem leiddu til
slíkrar nafngiftar.
Fyrri kosturinn er þá sá, að nafnið hafi borizt hingað með
Gyðingi. Sú tilgáta fær ekki stoð af vitneskju um dvöl Gyðinga
hér á landi að fornu, enda eru jafnvel ekki kunn dæmi um, að
Gyðingar hafi búið á Norðurlöndum á miðöldum.64
Síðari kosturinn er sá, að nafnið sé til komið á ferðum íslend-
inga suður um álfuna, og verður að telja hann sennilegri, því að
alkunnugt er, að margir íslendingar lögðu að fornu leið sína
suður í lönd,63 ekki aðeins til Rómaborgar og þaðan til Jórsala,
leiðina, sem Nikulás ábóti á Munkaþverá (d. 1159) lýsir glögg-
lega í leiðarvísi sínum,66 heldur einnig til Miklagarðs í Væringja-
setu67 og vestur á Iberíuskaga. Dæmi eru þess, að norrænir
ferðalangar fengju viðurnefni af þjóðum og stöðum, er þeir
sóttu heim á slíkum ferðum. Svo var um íslendingana Sigurð
Grikk, er fór til Miklagarðs seint á 12. öld,68 og /óríaZa-Bjarna,
sem farið mun hafa suður á fyrra hluta 13. aldar,69 og er þeirra
beggja getið í Sturlungu. í Hákonar sögu Hákonarsonar er getið
um Jón Paris, d. 1240.70
Eins og áður var getið, veit N. H. Tur-Sinai prófessor í Jór-
sölum ekki til þess, að Chaims-nafn sé notað fyrir 12. öld e. Kr.,
en segir örugg dæmi vera til um það frá 13. öld. í alfræðibókum
Gyðinga hef ég fundið elzt dæmi um nafnið frá síðara hluta 12.
aldar: Chajim ben Chanael, og er hann óstaðsettur.71 En frá 13.
öld eru þar nefndir Chajim ben Israel og Chajim ben Samuel,
báðir í Toledo á Spáni, og Chajim ben Isaak í Köln í Þýzka-
landi.72 Eftirtektarvert er, að í hinni frægu sögu Loðvíks helga