Skírnir - 01.01.1977, Qupperneq 159
SKÍRNIR
ÓLAFUR CHAIM
157
frequently follow proper names and so Ólafr, the General, is a perfectly pos-
sible form. You know better than I do how widely the Icelanders ranged, and
the extent of the contact between Norsemen and the Mediterranean and
Islamic world. Had your man perhaps fouglit, either with or even against,
the Muslims, and acquired this title as a sort of nickname? I would think
that one could not exclude the possibility that he had acquired it fighting
against Muslims: One remembers that the great Castilian hero, Rodrigo,
also had an Arabic nickname, the Cid. [Cid, Arab. Sid ‘herra’.]
Síðan nefnir L. P. Harvey dæmi þess úr orðabók Dozys, að tit-
illinn qaim hafi verið notaður á dögum Ólafs chaims.
10
Höfuðniðurstöður þessara athugana eru í stuttu máli þær, sem
hér greinir:
1) Mynd viðurnefnis Ólafs Höskuldssonar: chaim — er miklu
traustlegar ritfest en kámi, kámr. (Sbr. 3.-5. kafla.)
2) Chaim kemur fyrir sem mannsnafn meðal Gyðinga suður í
Evrópu frá því á 12. öld, nokkru fyrir daga Ólafs chaims. Flestir
fræðimenn ætla, að það sé dregið af hebreska samheitinu
hayyirn, sem merkir ‘líf’. Þó hafa sumir haldið því fram, að það
sé dregið af portúgalska nafninu Jaime (Jakob), en það verður
að telja ólíklegt. (Sbr. 6. kafla.)
3) Ekki verður talið líklegt, að viðurnefni Ólafs chaims sé
runnið frá samheitinu hebreska, þannig að það hafi verið hent
á lofti hér á landi úr hebreskum Biblíutexta, sbr. klerkaviður-
nefnin angelus, anima og oremus. Fremur virðist geta verið um
það að ræða, að viðurnefnið eigi rætur að rekja til mannsnafns-
ins Chaim, sem einmitt var upp komið suður í álfu nokkru fyrir
daga Ólafs. Dæmi eru um, að erlend mannanöfn hafi orðið viður-
nefni eða önnur nöfn manna að fornu á ýmsum tímum og að
því er virðist af margs konar tilefni, sbr. Ólafur feilan, Önundur
Jakob, Sune Effrem (Ephraim), Gunnar Mirmann, Jólmnnes
Ovidius. (Sbr. 7. kafla.)
4) Ef viðurnefni Ólafs chaims á rætur að rekja til mannsnafns-
ins, verður helzt að ætla, að nafngiftin hafi komið til á ferðum
íslendinga suður um Evrópu, þar sem ekki er kunnugt um dvöl
Gyðinga á Norðurlöndum á miðöldum. í þessu viðfangi mega