Skírnir - 01.01.1977, Page 160
158
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
SKÍRNIR
þykja athyglisverðar tíðar suðurferðir norrænna manna — og
þar á meðal íslenzkra — á 12. og 13. öld, ekki sízt vesturleiðina
um Spán og Portúgal, þar sem vegur Gyðinga var mestur á
þeim tímum og sumir fræðimenn ætla, að Chaims-nafn hafi kom-
ið upp. Einkum er eftirtektarvert, að höfuðleið norrænna kross-
fara lá með ströndum Íberíuskaga, þar sem þeir höfðu oft vet-
ursetu, og að þær ferðir stóðu fram á daga Ólafs chaims, en
lögðust eftir það af. (Sbr. 8. kafla.)
5) Að lokum er vikið að þeim úrkosti, að chaim geti verið
arabíska orðið qayyivi (qaim) í merkingunni ‘foringi, vörður’.
(Sbr. 9. kafla.)
Vegna skorts heimilda verður ekki reynt að rekja þessa þræði
lengra að sinni. En vel má vera, að sérfróðir menn um hebresk
og spænsk-portúgölsk fræði geti varpað frekara ljósi á þessi efni.
Og lýkur hér að segja frá samheiti Miklabæjarbónda í Skaga-
firði á 13. öld og fyrsta forseta Ísraelsríkis á 20. öld.
Ég færi þakkir þeim erlendu fræðimönnum, sem veitt hafa mér gagnlegar
upplýsingar og bendingar við samningu ritgerðar þessarar, þeim prófessorun-
um Douglas M. Dunlop í Columbiaháskóla í New York, Joaquin de En-
trambasaguas í háskólanum í Madríd, L. P. Harvey í Lundúnaháskóla og N.
H. Tur-Sinai f Jórsalaháskóla, svo og samstarfsmönnum mínum við Háskóla
íslands, prófessorunum Hreini Benediktssyni og Þóri Kr. Þórðarsyni, Jakobi
Benediktssyni orðabókarritstjóra og handritafræðingum Árnastofnunar á
íslandi, Ólafi Halldórssyni og Stefáni Karlssyni.
1 Sturl. saga (Rvk. 1946) I, 379, 383.
2 Islandske Annaler indtil 1578 (Chria 1888), registur.
3 E. H. Lind, Norsk-islándska personbinamn frán medeltiden (Uppsala
1920-21).
i Hér í kaflanum er vitnað til sagna og kapítulatals í Sturl. sögu (Rvk.
1946).
5 E. H. Lind, Norsk-islandska dopnamn ock fingerade namn frán med-
eltiden, Supplementband (Oslo ... 1931), 486.
6 Sturl. saga (Rvk. 1946) II, xxxix.
1 S. r. II, xxxvi, xliii.
8 S. r. II, xviii—xix.
9 Sagas of Icelandic Bishops (Early Icelandic Manuscripts, Vol. 7, Kbh.
1967) 47.