Skírnir - 01.01.1977, Qupperneq 166
164
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
unnar. Á hitt verður þó að drepa, að samanburður við Drop-
laugarsona sögu ætti að skýra afstöðu varðveittra handrita Gísla
sögu til frumgerðar, að minnsta kosti um þá staði sem handritum
ber á milli og efni er þó sameiginlegt með Droplaugarsona sögu.
Gísla saga og Droplaugarsona saga eru ekki einar um lýsingar
á næturvígum,4 en allt um það eru samkenni þeirra svo glögg,
að rétt þykir að athuga þær sér og án samanburðar við aðrar
frásagnir. Bæði vígin eru framin í hefndarskyni; í Gisla sögu
fyrir dráp Vésteins, fóstbróður Gísla, og í Droplaugarsona sögu
fyrir víg Helga, bróður Gríms. í báðum sögunum er bóndi veg-
inn í hvílu sinni, er hann sefur hjá konu sinni, sem heitir Þórdís.
Atburðurinn á sér stað á bæ þar sem margt manna er saman
komið, m.a. tveir nákomnir bónda; bróðir og frændi í Gísla sögu,
mágar í Droplaugarsona sögu. Þó er sá munur á, að í Gisla sögu
gerist vígið um veturnætur, þegar menn eru að haustblóti, en í
Droplaugarsona sögu urn vor, er menn ríða brott af héraðsþingi.
í Gisla sögu er vegandinn einn og nýtur þó hjálpar Geirmundar,
en í Droplaugarsona sögu eru fóstbræður Gríms, þeir Glúmur
og Þorkell, í för með honum og veita honum stuðning.
Hér á eftir fer svo lýsingin á vígi Þorgríms í báðum gerðum
Gísla sögu, og er þá lengri gerðin sérkennd með einkennisstafn-
um S og hin styttri með M, eins og tíðkazt hefur í ýmsum fræði-
ritum. Til samanburðar eru teknar glefsur úr Droplaugarsona
sögu.
S
Gísli var í blárri kápu og skyrtu og linbrókum og skó d fótum. Hann gengur
út og til lækjar þess, er fellur hjá húsura. Hann veður eftir læknum til götu
þeirrar er lá til hins neðra bæjarins og fer hann svo til húss. Gísli hafði
smíðað bæ Þorgríms. Hann gengur til fjóss og þar inn, og er margt nauta
inni. Hann bindur saman alla hala á nautunum, en þrír tigir stóðu hvorum
megin. Hann Iýkur aftur nú fjósinu og býr svo um að eigi má innan upp
lúka. Síðan gengur hann til bcejarins og að útidyrum, og er eigi loka fyrir
hurðu. Hann gengur inn og byrgir aftur hurðina og siðan í skálann. Hann
hyggur að hvort menn sofi, og verður hann þess var að flestir menn sofa.
Síðan vindur hann saman sefið og kastar i ljósið það er næst honum var og
slekkur það, en þrjú brunnu ljós í skálanum. Hann stendur þá kyrr og
hyggur að hvort menn bregða nokkuð við, og finnur hann það ekki. Þá
tekur hann upp visk aðra og kastar til þess ljóss er þar var næst og slekkur
það. Þá sér hann að ungs manns hönd kom á hið innsta ljósið og slekkur