Skírnir - 01.01.1977, Page 170
168
HERMANN PÁLSSON
skírnir
með honum, en Gísla var óþokkað um tal þeirra sem föður hans. Það er
sagt einn tíma, að Gísli ræðst í ferð með þeim Bárði og Þorkatli. Hann fór
á miðja vega til Grannaskeiðs — svo heitir þar er Bárður bjó — og þá er
minnst von var heggur Gísli Bdrð banahögg.
Lýsingin í S er miklu lengri og ýtarlegri, og einnig sambæri-
legri við Droplaugarsona sögu, eins og hér má sjá:
S
Nú er það fyrst að segja að Kolbeinn, er fyrr var nefndur, gerir sér títt
um komur til Þorbjarnar súrs og þykir það mest gaman að tala við Þórdísi.
Og eigi líður svo lengi fram áður aðrir leggja þeim þetta til orðs. Og svo
er þetta i orðróm fært að Þorbjöm faðir hennar verður var við og þykir
sem vera muni dagsatt. Talar hann þá við sonu sína að honum þykir þeirra
vera að ráða bætur á slíku. Gfsli kvað hægt að ráða bætur á því, er engi
mein voru á, „og kveður þú eigi það er þér þykir fjandskapur í ef aðrir
mæla?" „Ég sé,“ kvað Þorbjörn, „að miklu er þetta meir á loft komið en
nú stoði að dreþa þvi niður. Nú þyki mér hitt miklu sannara að þið bræð-
ur munið vera óhlutvandir, enda mun lítil karlmennska með ykkur." Gísli
mælti: „Gerðu þér eigi angur að, faðir, um komur hans, en ég mun nú
ræða við hann að hann láti af komum hingað." „Til slíks ertu iíklegastur,"
segir Þorbjöm, „að fara með bónorði til hans og leggja þökk og aufúsu á
og láta ok vesallega, en hafast ekki að, þótt eigi sé látið að orðum þinum."
Nú gengur Gísli frá í brott og hættu þeir feðgar tali þessu. Og næst er Kol-
beinn kom þangað, þá leiðir Gísli hann á götu um kveldið, er hann fór í
brott, og ræðir við hann að hann vill eigi komur hans þangað lengur, „því
að faðir minn gerir sér angur að um ferðir þínar, því að það er mál manna
að þú glepir Þórdísi systur mína, en föður mínum er það ekki að skapi.
Nú vil ég það til vinna, ef þú vilt fyrir mín orð gera að ég vil færa þér
heim leika og gleði." Kolbeinn mælti: „Hvað skaltu um slíkt ræða, er þú
veizt að engu gegnir? Veit ég eigi hvort mér er þunglegra. angurlyndi föður
þíns eða eftirlæti við hann." Gísli svarar: „Eigi er þannig á að taka. Mun
hér og svo fara sem þar segir að ég mun það mest virða í þrautina sem
vilji föður míns er. Nú þætti mér miklu skipta að þú gerðir þetta fyrir
mín orð, og áttu þá slikt að mér i annað sinn. En ég uggi að oss líki verr,
ef þú vilt þverlyndi við hafa." Kolbeinn svarar fá um, og skiljast þeir við
það. Fer Gfsli heim, og líður nú svo um hríð, og er nokkru lengra milli um
komur Kolbeins en verið hafði. Honum þykir nú dauflegt heima, og fer
hann til Þorbjarnar. Og einn dag er hann var þar kominn, sat Gfsli f stofu
og smíðaði, og voru þeir þar allir feðgar. Þorkell var hinn kátasti við Kolbein
og sátu þau þrjú á þverpalli, Þórdís og Þorkell og Kolbeinn. En er á leið dag-
inn og kvelda tók, þá standa þau upp og gengu fram. Þeir voru eftir f stof-
unni feðgar, Þorbjörn og Gísli. Þá tekur Þorbjörn til orða: „Eigi hefur þér í