Skírnir - 01.01.1977, Page 175
SKIRNIR
SOGUR BORNAR SAMAN
173
Niðurstöður af þessum atliugunum hljóta að verða þær, að
hafi Gísla saga þegið efni um næturvíg úr Droplaugarsona sögu,
þá mun óhætt að gera ráð fyrir öðrum áhrifum þaðan. En ávallt
verður að hafa í huga að ekki er einhlítt að beita styttri gerð-
inni einni við slíkar athuganir, heldur verður einnig að taka
hina lengri til greina svo langt sem hún nær.
1 Ýtarleg skrá yfir rit um Gisla sögu er i grein T. M. Andersson, „Some
Ambiguities in Gísla Saga: A Balance Sheet," BONIS 1969.
2 Sjá fslenzk fornrit VI (1943), xix-xx bls.
3 Vitnað er í lengri gerð Gisla sögu (S) eftir útgáfu Agnete Loth, Membrana
Regia Deperdita, Editiones Amamagnæanæ, Series A, vol. 5, 1960 (og er
þá farið eftir NkS 1181 fol.), og til hinnar styttri (M) eftir útgáfunni í
Islenzkum fornritum. Um afstöðu og skyldleika handrita skal vísað til
greinar Jónasar Kristjánssonar og Guðna Kolbeinssonar á Griplu 1977.
4 Sjá ritgerð mína „Death in Autumn: Tragic Elements in Early Icelandic
Fiction", BONIS 1973.
~> í neðanmálsgrein við útgáfu sína á Droplaugarsona sögu (íslenzk fornrit
XI 156. bls.) kemst Jón Jóhannesson svo að orði: ,.Með þessum orðum
vill Helgi Droplaugarson minna nafna sinn á hin fyrri viðskipti þeirra,
er Helgi Ásbjarnarson fór halloka fyrir þeim Hrafnkeli í goðorðsmál-
inu.“ Um tréníðið í Gisla sögu má þess geta, að skyld frásögn er í Bjarnar
sögu Hitdælakappa. Sbr. íslenzk fornrit VI, 10. bls„ nmgrn I.