Skírnir - 01.01.1977, Page 176
MAGNÚS PÉTURSSON
Hljóðfræði: vísindagrein í þróun
Hljóðfræðin er ein elzta grein málvísinda og meðal elztu vís-
indagreina mannkynsins. Æ síðan menn fóru að velta fyrir sér
eðli tungumálsins og fram á þennan dag, hefur hljóðfræðin
verið viðfangsefni fjölmargra hugsuða og vísindamanna. Hér
skal í mjög stuttu máli reynt að gera grein fyrir þróun þessarar
vísindagreinar og síðar verður staða íslenzkrar hljóðfræði í þeirri
þróun lítillega rædd.
Hinir fornindversku málfræðingar, sem helguðu sig rannsókn
á máli sínu, sanskrít, voru líklega fyrstir til að flokka málhljóðin
í kerfi eftir stöðu talfæranna og hlutverki hvers talfæris við
myndun málhljóðanna. Enn í dag er unnt að dást að þessari
fornu indversku flokkun, sem tekur í mörgu fram því, sem á
eftir kom.
Grikkir flokkuðu í fyrstu málhljóðin eftir því, hve vel þau
heyrðust, þ. e. eftir eyranu. Epíkúríar og Stojumenn komu
síðar með flokkunina í samhljóða og sérhljóða eftir stöðu mál-
hljóðanna í atkvæðinu. Sérhljóðar voru þau hljóð, sem ein sér
gátu myndað atkvæði, en samhljóðar þau liljóð, sem aðeins
fyrir tilstilli sérhljóðanna gátu myndað hluta atkvæðis (Straka
1963, bls. 17—18). Frá Grikkjum í gegnum latnesku málfræð-
ingana eru því komin hugtökin samhljóði og sérhljóði. Mjög
athyglisverðar hljóðlýsingar eru einnig til hjá Aröbum (Alarcos
1925) og nákvæm þekking á talfærunum, enda stóðu vísindin
meðal Araba fram undir árið 1000 með miklum blóma.
Frá byrjun, eða a. m. k. síðan við þekkjum til sögu hljóð-
fræðinnar, togast því á líffæraleg, heyrnarleg og merkingarleg
sjónarmið í lýsingu málhljóðanna. Ótalið er þó fjórða sjónar-
miðið, lýsing málhljóðanna eftir hljóðkerfislegu hlutverki