Skírnir - 01.01.1977, Side 177
SKÍRNIR HLJÖÐFRÆÐI: VÍSINDAGREIN í ÞROUN 175
þeirra. Þetta sjónarmið þróaðist ekki sem vísindagrein fyrr en
á 20. öld í verkum rússneska málvísindamannsins Nikolai S.
Trubetzkoy fursta, sem auk eigin hugmynda þróaði ýmsar hug-
rnyndir pólsk-rússneska vísindamannsins Jan I. Baudouin de
Courtenay (Xrestomatija, bls. 363—404) og annarra austurlenzkra
hugsuða og flutti til Vesturlanda. Þó eru þessar hugmyndir mun
eldri. Roman Jakobson (1971, bls. 394) fullyrðir, að hugtakið
varna-sphota hjá fornindversku málfræðingunum Patanjali (2.
öld f. Krists burð) og Bhartrhari (6. öld eftir Krist) samsvari
nokkurn veginn fónemhugtaki nútímans. í hljóðfræði 19. ald-
ar er einnig að finna margar athuganir, þar sem aðgreind eru
merkingarlega mikilvæg hljóð og hljóð án slíkra tengsla, t. d.
hjá Jost Winteler, Paul Passy, Henry Sweet, Otto Jespersen o. fl.
(Krámský 1974, bls. 9—20). Við íslendingar getum státað af því
að eiga eina beztu og merkustu forna heimild um þessa stefnu
þar sem er Fyrsta málfræðiritgerðin, sem rituð er af óþekktum
nranni líklega milli 1130 og 1140. Hún hefur þó engin áhrif
haft á þróunarsögu hljóðfræðinnar, enda var hún óþekkt að
mestu utan Skandinavíu fram á síðustu ár. Nú er hún hins
vegar orðin afar þekkt vegna ritgerða próf. Einars Haugen
(1950) og nú síðast hinnar frábæru útgáfu próf. Hreins Bene-
diktssonar (1972), sem um langa framtíð mun verða sígilt verk
vandaðrar fræðimennsku.
Allt frá byrjun koma því fram ósættanleg sjónarmið við lýs-
ingu málhljóðanna. í öðru lagi eru fáar vísindagreinar í þeirri
aðstöðu sem hljóðfræðin að standa á mörkum margra annarra
þekktari og virtari greina. Mikið hefur verið ritað um þessa
aðstöðu hljóðfræðinnar (Sotavalta 1936; Hjelmslev 1968; Co-
seriu 1967; Zwirner 1966). í stuttu máli má draga það saman
þannig. Hljóðfræðin stendur á mörkum svo ólíkra vísinda-
greina sem læknisfræði, líffræði, eðlisfræði, sálfræði, tónfræði
og málvísinda, þ. e. mitt á milli svokallaðra raunvísinda og hug-
vísinda. Því er það, að hljóðfræðingar koma frá liinum ólík-
ustu greinum og þessar aðstæður ákvarða sjónarmið vísinda-
mannanna. Læknirinn og tónlistarmaðurinn láta gjarnan hæðn-
isleg orð falla um það, sem málfræðingurinn hefst að og mál-
fræðingurinn hefur gjarnan lík orð um önnur sjónarmið en