Skírnir - 01.01.1977, Page 179
SKÍRNIR HLJÓÐFRÆÐI: VÍSINDAGREIN í ÞROUN 177
þessa sviðs er svo hægt að aðgreina fleiri svið: það sem tilheyrir
málkerfinu sem slíku og þau hljóðfræðileg fyrirbæri, sem eru
persónueinkenni raddar eða hugarástands. Við getum t. d. heyrt,
hvernig hugarástand manns er við að heyra rödd hans. Jafnvel
getur rödd manns gefið upplýsingar um menntunarástand hans,
landfræðilegan uppruna og þjóðfélagsstöðu. Allt tilheyrir þetta
hljóðfræðinni. Að auki ber svo að telja hreinar málvísindalegar
greinar svo sem málssögulega hljóðfræði, þ. e. þróun málhljóða
í tungumáli og fónólógíu, vísindin um hlutverk málhljóða og
hljóðfræðilegra þátta í málkerfinu.
Enginn ágreiningur er um það, að viðfangsefni hljóðfræðinn-
ar eru liinn efnislegi grundvöllur málhljóðanna í öllum sínum
myndum. Meira er deilt um, hvort form málhljóðanna í skilningi
Ferdinands de Saussure (1972, bls. 157) tilheyri hljóðfræðinni.
Að áliti undirritaðs er þó enginn vafi á því. Formið opinberast
aðeins í efnislegum grundvelli. Án efnislegs grundvallar gæti
málið ekki verið til í þjóðfélaginu sem tjáningartæki. Aðeins
þau fyrirbæri, sem eru efnisform óhlutlægra eininga tungu-
málsins tilheyra hljóðfræðinni. Hljóðfræðin er því, eins og hún
var í upphafi, málvísindaleg grein. Séu hljóðleg fyrirbæri at-
huguð frá öðrum sjónarmiðum en þeim, sem að ofan greinir,
er ekki lengur stunduð hljóðfræði, heldur hrein eðlisfræði eða
líffræði.
Það má því augljóst vera, að fyrsta skref í allri rannsókn tekur
fónólógían. En þar eð hún getur ekki valið milli lausna sinna,
kemur hljóðfræðin á eftir og rannsakar efnisform fónólógískra
eininga. Hlutverkið hefur því snúizt við frá þeim tíma, er Rous-
selot og Jespersen deildu. Hið sögulega gildi fónólógíunnar var
að bjarga einingu málhljóðsins, sem var að falla í óteljandi
hluta. Því er það, að málvísindaleg sjónarmið verða að vera
kjarni sérhverrar hljóðfræðilegrar rannsóknar, einnig í rann-
sóknum, sem eru að stofni til af öðrum grunni (Blumstein
1973). Hugtakið tilraunahljóðfræði, sem notað hefur verið, er
því misheppnað. Ekki er um að ræða tilraunir, heldur skrán-
ingu fyrirbæra, sem túlkuð eru á grundvelli ákveðins tungu-
máls. Engin grein er til, sem nefnist tilraunahljóðfræði. Tækja-
hljóðfræði er samheiti yfir rannsóknaraðferðir, sem engu breyta
12