Skírnir - 01.01.1977, Síða 180
178
MAGNÚS pétursson
SKIRNIR
nema ytra borði hljóðfræðinnar. Sem fyrr er hljóðfræðin í eðli
sínu ekki óháð vísindagrein, lieldur óaðskiljanlegur hluti mál-
vísindanna.
Helztn aðferðir tœkjahljóðfrœðinnar
Enginn getur túlkað hljóðkúrvur, sveiflusjárlínurit, hljóðpróf
eða röntgenmynd án þess að þekkja bæði texta og tungumál það
sem um er að ræða. Fyrsta vandamál, sem hljóðfræðingurinn
stendur frammi fyrir við túlkun slíkra gagna, er sú staðreynd,
að eðlisfræðilegur raunveruleiki á sveiflusjárfilmu eða hljóð-
rófi og líffræðilegur raunveruleiki á röntgenfilmu er óslitin sam-
hangandi fyrirbæri, en mállegur raunveruleiki er myndaður af
takmörkuðum, aðgreindum einingum. Sé nú reynt að afmarka
málhljóðin í þessum samhangandi eðlis- og líffræðilegu fyrir-
bærum, er það ekki hægt, því að hljóðin falla svo hvert inn í
annað, að þau eru óaðskiljanleg. Þetta nefnist sammyndun, þ. e.
mörg hljóð myndast samtímis að hluta, en eru skynjuð sem að-
greindar einingar. Ef t. d. orðið stofa er athugað, eru hlutar af
o liljóðinu þegar myndaðir við s og teygja sig yfir í /. Ekki er því
samsvörun eða samræmi milli myndunarsviðs, hljóðsviðs og
skynjunar málhljóðs. Fyrsta verk lrljóðfræðingsins er því túlkun
og hún er ætíð persónubundin. Gögnin sem slík verða ekki
deiluefni, heldur getur túlkun þeirra orðið það, því að hún
byggist á þeirri þekkingu, sem fyrir hendi er hverju sinni og
þeirri þekkingu, sem vísindamaðurinn ræður yfir. Þessi gögn
er hægt að endurmeta síðar í ljósi nýrrar þekkingar. Slíkt er
ómetanlegur kostur, því að hið talaða orð heyrist aðeins einu
sinni og aldrei framar er hægt að endurmeta þau gögn.
Ómissandi tæki við hljóðfræðirannsóknir er segulband. í
fyrsta lagi er hægt að halda þar föstum málhljóðum og heyra
þau óteljandi oft. í öðru lagi er hægt að yfirfæra liljóðin af seg-
ulbandinu yfir á sveiflusjá og annaðhvort festa þau á filmu eða
ljósmynda þau af katóðuskermi. Einnig er hægt að gera af þeim
hljóðróf með hljóðrófsrita. Hljóðrófsritinn (spectographe) var
fundinn upp í stríðinu (Koenig et. al. 1946, Potter et. al. 1947)
til að greina tíðni hljóða. Þá fyrst var hægt að athuga formendur
og sveiflutíðni málhljóðanna af meiri nákvæmni en áður. Tækið