Skírnir - 01.01.1977, Qupperneq 183
SKÍRNIR HLJÓÐFRÆÐI: VÍSINDAGREIN í ÞROUN 181
svo margar, að ekki er lengur á færi eins manns að hafa yfirsýn
yfir þær allar. Er það sönnun þess, að hér er um að ræða eina
merkustu og árangursríkustu aðferð hljóðfræðinnar.
Að síðustu er í þessu stutta yfirliti rétt að segja nokkur orð
um módelrannsóknir. Slíkar rannsóknir einkenna mjög hljóð-
fræði síðustu ára og raunar allar greinar málvísinda og fleiri
vísinda. Módel er kerfi vinnutillagna, sem reynt er að staðfesta
og færa til samræmis við raunveruleikann. Módel er hægt að
skilgreina með formúlunni M = [D, F, H] þar sem D eru skil-
greiningar (definitions), F samband milli skilgreindra hugtaka
og H vinnutillögur (hypotheses) um samband milli skilgreindra
hugtaka og athugaðs raunveruleika. Módelrannsóknir hafa þann
kost, að unnt er að stjórna breytilegum þáttum, einum í einu,
og athuga áhrifin. Sammyndunarfyrirbæri lifandi máls (Öhman
1966; Pétursson, Bothorel 1973; Delattre 1969) koma í veg fyrir,
að hægt sé að athuga slíka einstaka þætd í lifandi máli. Á grund-
velli módelrannsókna hefur að nokkru leyti verið unnt að lyfta
hulunni af gátunni um sambandið milli talhreyfinga og hljóð-
rofs (Lindblom og Sundberg 1971).
Þekking í nútímahljóðfræði, ef hún er meira en nafnið tómt,
krefst margra ára náms og vinnu. Þar eð atvinnumöguleikar í
þessari grein mega heita engir, er ekki nema von, að fáir ís-
lendingar hafi lagt í slíkt nám. í öllum heimi eru þó starfandi
félög hljóðfræðinga og við flesta stærri háskóla eru hljóðfræði-
stofnanir, þar sem hljóðfræði er kennd og rannsóknir stund-
aðar. Jafnvel eru til stofnanir, t. d. í sambandi við ákveðin iðn-
fyrirtæki, sem eingöngu helga sig rannsóknum í hljóðfræði.
Flestar birta þessar stofnanir árleg yfirlit um starfsemi sína. Á
Norðurlöndum ber sérstaklega að nefna stofnanir í Lundi,
Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki og Turku, sem birta
vönduð ársrit. Sama má segja um flestar stofnanir í Vestur-Þýzka-
landi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu og Englandi. í Portúgal
kemur út vandað rit undir ritstjórn Armando de Lacerda í
Coimbra. Við mjög marga bandaríska, kanadíska, japanska og
sovézka háskóla koma einnig út vönduð rit um hljóðfræðileg
efni.
Af alþjóðlegum tímaritum má nefna Phonetica, Journal of