Skírnir - 01.01.1977, Síða 186
184
MAGNÚS P.ÉTURSSON
SKÍRNIR
Malones (1959), Einars Haugen (1941, 1958, 1961) og Hreins
Benediktssonar (1959). Af mestri skarpskyggni hefur þó próf-
essor Steblin-Kamenskij (1957, 1958, 1960, 1964, 1966) ritað um
þetta efni. Enginn hefur betur skilið eðli íslenska samhljóða-
kerfisins og breytinga þess og íslenzka sérhljóðakerfisins. Rit-
gerðir Steblin-Kamenskijs ættu að vera skyldulestur hvers ein-
asta manns, sem leitast við að skilja, hvað tungumál er og
hvernig það breytist og starfar.
Mikill fjörkippur hefur hlaupið í íslenzka hljóðfræði síðan
1967. Birzt hafa ritgerðir Anatolij Libermans (1969, 1971, 1972,
1975) um aðblástur og áherzlu. Ritgerðir Söru Garnes (1971,
1973) fjalla um hljóðlengd í íslenzku, en Sara telur, að sér-
hljóðalengd sé deilin í nútímaíslenzku. Sara birti fyrstu gögn um
formendur íslenzku sérhljóðanna og ritgerðir hennar eru gott
framlag til íslenzkrar hljóðfræði.
Rannsóknir undirritaðs hófust árið 1967 í Strasbourg í Frakk-
landi og er þeim ekki lokið enn. Eru þessar rannsóknir að
mestu byggðar á röntgentækni. Teknar voru röntgenmyndir af
talfærunum við framburð fyrirfram valdra setninga á 16 mm
filmu með 50 mynda hraða á sekúndu. Hljóðin sem bera á
saman verða að vera í sambærilegum stöðum innan setningar
og gagnvart áherzlu, t. d.:
1. Munda man mæta vel.
2. Mýsla wagar hnot.
Þarna eru rn og n í áherzluatkvæði milli tveggja a. Grundvallar-
staða fyrir samhljóða er milli tveggja a, því að þar eru sam-
myndunarfyrirbæri minnst merkjanleg. Fyrir sérhljóða var valin
samanburðarstaða milli varahljóðs og tannbergshljóðs. Þessar
rannsóknir takmarkast að mestu við sunnlenzku. Hljóðhafarnir
sem lásu á röntgenfilmurnar eru tveir, Ólafur Pétursson frá
Austurkoti í Sandvíkurhreppi og Sigríður Þórðardóttir frá
Reykjavík. Filmur Sigríðar voru færðar til samsvörunar við
hljóðróf með 2 mm nákvæmni. Að auki lásu svo sex hljóðhafar
80 setningar og 318 orð á segulband. Það efni var rannsakað á
hljóðrófum og skráð með blekrita á pappír. Þeirri úrvinnslu er
ekki lokið enn. Frá áttunda hljóðhafanum eru svo nokkrar setn-
ingar á sveiflusjárfilmu.