Skírnir - 01.01.1977, Page 187
SKÍRNIR HLJÓÐFRÆÐI: VÍSINDAGREIN í ÞROUN 185
Ef draga á saman niðurstöðurnar í stuttu máli, rná segja, að
þær standi oft i mótsögn við viðurkenndar hugmyndir, sem
lesa má í ritum um íslenzka hljóðfræði. Fráblásnu lokhljóðin
eru t. d. myndunarlega veikari en hin fráblásturslausu. Mynd-
unarlega eru fráblásin lokhljóð því ekki „hörð“, hvað sem vera
kann um loftþrýsting innan munnholsins, en um það er ekkert
vitað. Aðblásin lokhljóð eru aldrei löng í íslenzku, en það hafa
rannsóknir Söru Garnes einnig staðfest. Mistök Stefáns Einars-
sonar í þessu atriði byggjast á því, að hann gerir ekki ráð fyrir,
að eiginlengd fráblásinna lokhljóða er minni en hinna fráblást-
urslausu.
Um þ og ð er það að segja, að þessi hljóð myndast við tann-
berg, þ. e. aftar en yfirleitt er lýst. Kemur þá fram mjög flókið
kerfi, sem aðskilur þ og s. Sérhljóðakerfið sýnir mikið frávik
frá því sem almennt er lýst. Myndunarstaðir sérhljóða í íslenzku
eru fjórir:
1. Fyrir i framgómur.
2. Fyrir i e u ö harði gómurinn.
3. Fyrir ú o lini gómurinn eða gómfillan.
4. Fyrir a kokveggur.
Opnunarstigin eru fjögur og lítur kerfið þannig út:
Opnunarstig 1: í i ú
— 2: e o
— 3: u
— 4: ö a
Eins og sjá má, er ósamræmi mikið í kerfinu, því að ileiri hljóð
eru mynduð við góm en gómfillu og kokvegg. Steblin-Kam-
enskij er eini hljóðkerfisfræðingur, sem hefur skilið mikilvægi
þessa atriðis.
Stuttir sérhljóðar eru opnari en samsvarandi langir og eru
þeir myndaðir nær miðju munnholi en þeir löngu. í hljóðróf-
inu kemur það þannig fram, að gómmæltir stuttir sérhljóðar
hafa lægri annan formanda og hærri fyrsta formanda en sam-
svarandi langir. Fyrir stutt gómfillumælt sérhljóð eru báðir form-
endur hærri en hjá samsvarandi löngum sérhljóðum. Tvíhljóð
eru ætíð lokaðri í fyrsta hluta en samsvarandi sérhljóð og í lokin