Skírnir - 01.01.1977, Side 196
194
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Óskar rekur rannsóknir fræðimanna á grundvallarhugsun eða þema Hrafn-
kels sögu og gagnrýnir þær i ljósi niðurstöðu sinnar um tilurð verksins. Er
sú umræða öll traust, hófsöm og rökföst. Eitt atriði langar mig þó til að
taka til frekari athugunar, þar sem hugsanlega gæti verið um aðra túlkun
að ræða en þá sem Óskar setur fram.
Óskar telur líklegt að trú Hrafnkels hafi beðið hnekki þegar hann þurfti
að hrökklast frá Aðalbóli og telur að sagan gefi í skyn að hann hafi haldið
austur yfir Fljótsdalsheiði talsvert blendinn í trúnni. Hann vitnar til frá-
sagnar Hrafnkels sögu af fyrstu árum Hrafnkels á Hrafnkelsstöðum og segir
síðan: „Tilgangur þessarar frásagnar virðist sá að sýna að Hrafnkell kom
undir sig fótum að nýju með eigin afli, gekk jafnvel sjálfur að erfiðisvinnu.
Og það er ekki einungis að búsæld Hrafnkels sé rökrétt afleiðing af fram-
kvæmdum hans og fyrirhyggju, heldur fylgir henni farnaður óháður mann-
legri tilstuðlan... En þótt uppgangur hans sé nú skjótari en áður, er
Freysdýrkun ekki nefnd né neinn átrúnaður annar“ (bls. 56—7). Þessi frá-
sögn af veraldlegum umsvifum Hrafnkels sem forsendur endurheimtar ham-
ingju hans telur Óskar að verði að fara fyrir uppgjöri hans við guðdóminn
og játningunni frægu: „Ek hygg þat hégóma at trúa á goð.“ Hér tel ég rétt
að hyggja nánar að.
Niðurlag þess kafla Hrafnkels sögu sem Óskar vitnar til er þannig: „Hrafn-
kell dró á vetr kálf ok kið hin fyrstu misseri, ok hann helt vel, svá at nær
lifði hvertvetna þat er til ábyrgðar var; mátti svo at kveða at náliga væri tvau
höfuð á hverju kvikendi. Á því sama sumri lagðisk veiðr mikil í Lagarfljót."
I þessari frásögn felst „farnaður óháður mannlegri tilstuðlan", segir Óskar.
En hvers eðlis er sá farnaður sem hér um ræðir? Jú, það eru nálega tvö
höfuð á hverju kvikindi sem Hrafnkell hefur á búi sínu og viðkoma fisksins
i Lagarfljóti með eindæmum. Með öðrum orðum: hér er frjósemi i öllum
þeim skepnum láðs og lagar, sem Hrafnkeli geta að haldi komið. Á þeim
tíma sem Hrafnkels saga var rituð, hefði frásögn svipuð þessari hugsanlega
verið túlkuð á þá leið, að blessun Guðs hefði fylgt öllum framkvæmdum
þess einstaklings sem hér var greint frá og hann nyti gjafa Guðs í óvenju
rikum mæli. Á tíundu öld hefði þessi frásögn hins vegar tvímælalaust verið
túlkuð þannig, að umræddur einstaklingur nyti blessunar frjósemdarguðs-
ins, Freys. Freysdýrkun er ekki nefnd hér né neinn átrúnaður annar, segir
Óskar. Er það mjög i samræmi við það sem segir rétt á eftir i sögunni, að
Hrafnkell hyggi hégóma að trúa á goð. En hvernig má þá vera, að hér
örli á minni um Freysdýrkun Hrafnkels á Hrafnkelsstöðum rétt á undan
afneitun hans á guðinum? Við þessu geta sjálfsagt verið mismunandi svör,
en mér virðist eðlilegast að álykta, að hér stangist á þær sagnir sem höf-
undi hafi verið tiltækar um Hrafnkel og skoðanir hans sjálfs og þau við-
horf sem hann leggur Hrafnkeli í munn.
Sú niðurstaða sem Óskar Halldórsson hefur leitt mjög sterk rök að, að
Hrafnkels saga byggi á arfsögnum, veldur því, að líklegt má telja að sagnir
um Hrafnkel hafi myndast þegar á tíundu öld. Hafa þær þá væntanlega