Skírnir - 01.01.1977, Síða 208
206
RITDÓMAR
SKIRNIR
um um skáldsögur og Ieikrit" (Upphaf mannúðarstefnu 1965) kallar „goðsögn
um staðreyndir" (70) er ekkert annað en eitt tilbrigði raunsaeishugtaksins og
í fullu samræmi við mýtískar skáldsögur hans frá seinni árum, Kristnihald
undir Jökli og Innansveitarkronihu.
Eftirfarandi ályktunarorð Hallbergs um þróun Halldórs eiga því við
engin rök að styðjast: „í stuttu máli má því segja að Halldór hafi á síðari
árum snúið baki við öllum persónulegum úthellingum í skáldsögu, hvort
heldur sem um er að ræða boðskap eða áróður, því hvort tveggja stríði gegn
anda sannrar frásagnalistar. Þarna eru greinilega á ferðinni breytt viðhorf
frá því Halldór flutti erindi sitt, Vandamál skáldskapar á vorum dögum,
í Ósló 1954. Þá gerði hann enn þá kröfu að skáldið tœki málefni samtíðar
sinnar til meðferðar“ (191). (Leturbr. mín).
„Persónulegar úthellingar", „boðskap" og „áróður" hefur Halldór raun-
ar aldrei litið á sem samheiti með „málefnum samtíðarinnar". Raunsæi
hans á heldur ekkert skylt við þjóðfélagsádeilu. Það ætti að vera augljóst
af þeim dæmum sem Halldór tekur um raunsæja list í nefndu erindi, sem
sé Islendingasögur og íslensku ferskeytluna. Þegar Halldór í síðustu verkum
sínum er að „birta kafla úr menningarsögunni" (208), er það ekki af þjóð-
fræðilegum áhuga eins og ætla má af bók Hallbergs, heldur til að spegla
í henni samtímann.
Það er athyglisvert framtak af Hinu íslenska bókmenntafélagi að beita
sér fyrir fræðilegum rannsóknum á íslenskum bókmenntum með því að fala
menn til ákveðinna verka. Og þótt erindið hafi kannski ekki í þetta sinn
orðið sem til var stofnað, er vonandi að framhald verði á. íslenskar bók-
menntir síðari tíma eru mikils til óplægður akur í fræðilegum rannsókn-
um, og veldur þar bæði fámenni og aðstöðuleysi íslenskra bókmenntafræð-
inga. Ef Bókmenntafélagið vill leggja inn á þá braut að efla íslenskar bók-
menntarannsóknir með þessu móti, má það ekki gleyma, að hvert ár út-
skrifast frá Háskóla íslands efnilegir íslenskir bókmenntafræðingar sem
enginn vafi er á að myndu duga vel í slíku samstarfi.
Helga Kress
NORGES LITTERATURHISTORIE
Redigert av Edvard Beyer
J. W. Cappelens forlag, Oslo 1974—1975
Nvleca kom út í Noregi verkið Norges litteraturhistorie sem er ný norsk
bókmenntasaga frá upphafi til vorra daga. Þetta er geysimikið rit í 6 bind-
um og prýtt fjölda mynda. Ritstjóri þess er Edvard Beyer prófessor í nor-
rænum bókmenntum við háskólann í Osló, en alls skrifa 12 bókmennta-
fræðingar í ritið.
í formála gerir ritstjóri grein fyrir verkinu og afstöðu þess til Norsk
litteraturhistorie eftir Fredrik Paasche, Francis Bull, A. H. Winsnes og