Skírnir - 01.01.1977, Qupperneq 221
SKÍRNIR
RITDÓMAR
219
hefur. Hann virðist raunar stundum álíta sjálfur að svo sé (sbr. t.d. greinar
hans um aðblástur (Studia Linguistica 26, 1972) og nefhljóð (La Lingui-
stique 9, 1973)), og þannig virðist líka Árni Böðvarsson skilja hann (sjá
ritd. í Skírni 1975 um Drl). Þess vegna verður gagnrýni af þessu tagi að
teljast réttlætanleg. í því, sem hér fer á eftir, mun ég þó reyna að halda mig
við hrein hljóðfræðileg atriði.
Ekki veit ég, af hverju MP kallar lokhljóðin í og d ekki tannhljóð held-
ur tannbergshljóð (bls. 32) eins og n, því að myndir hans sýna þar greini-
legan mun á myndunarstað (bls. 63 og 74). Ekki er heldur ljóst, hvað
unnið er við þá breytingu að tala um gómhljóð og gómfilluhljóð í staðinn
fyrir framgómmælt og uppgómmælt hljóð, einkum með tilliti til þeirra
orða MP, að k og g séu „sárasjaldan mynduð eingöngu við gómfillu" (bls.
33, sbr. líka mynd bls. 65). Þetta eru þó smáatriði í samanburði við þá
kenningu hans, að þ og ð séu tannbergshljóð en ekki tannhljóð, eins og
talið hefur verið. Samkvæmt kenningu MP hafa þ og 8 þá sama myndunar-
stað og s (sbr. bls. 36). Ég verð að viðurkenna hreinskilnislega, að ég get
ekki myndað eðlilegt þ og 8 á þann hátt, sem MP lýsir (bls. 36), og ég trúi
ekki, að sú lýsing sé almennt rétt. Ég veit, að einhverjir munu segja, að ég
verði nú samt að beygja mig, því að niðurstöður MP séu nefnilega fengnar
með vélum og vélum geti ekki skjátlast. Það er þó reginmisskilningur að
halda, að röntgenmyndir af talfærunum séu nokkuð svipað því eins skýrar
og þær þverskurðarmyndir, sem MP birtir í bók sinni. Mjúk talfæri eins
og t. d. tungubroddur og gómfilla sjást oft illa á röntgenmyndum. Þvi er
stundum farin sú leið að bera ákveðið efni á tunguna, svo að útlínur henn-
ar komi skýrar fram á myndunum, og stundum er jafnvel sett lítil blý-
þynna á tungubroddinn, svo að auðveldara sé að fylgjast með hreyfingum
hans. Á ritum MP er helst að skilja, að ekkert slíkt hafi verið notað í rann-
sóknum hans (sjá Drl bls. 56). Við þessa erfiðleika bætist svo, að stundum
skyggja tennur á hluta tungunnar. Af öllu þessu leiðir, að oft getur verið
býsna erfitt að segja með nokkurri vissu til um, hvar útlínur tungubrodds
eða gómfillu eru á slíkri mynd. Þetta hef ég sjálfur reynt. Loks má svo minna
á, að röntgenkvikmynd er eins og aðrar kvikmyndir röð af mörgum myndum,
og eina slíka mynd þarf að velja úr, áður en farið er að draga upp útlínur
talfæranna. Nú má enginn skilja þetta svo, að ég sé hér að gera lítið úr
rannsóknum MP. Hann hefur sýnt ótrúlega elju og ástundun við þær, og
sjálfsagt eru flestar þverskurðarmyndir hans réttar í meginatriðum. En ég
vil leggja áherslu á, að það er engin goðgá að tortryggja einstök atriði þess-
ara rannsókna, þótt vélar hafi komið þar við sögu.
Vikjum þá aftur að þ og 8. Ekki verður sagt, að gómmyndirnar á bls. 67
mæli gegn því, að um tannmælt önghljóð sé að ræða. Hins vegar sýna þver-
skurðarmyndirnar ekki tannmælt önghljóð. Þær virðast þó ekki heldur sýna
þá hljóðmyndun, sem MP lýsir, er hann segir: „tungubroddurinn liggur að
neðri framtönnum og frambak tungunnar leggst upp að tannbergi" (bls. 36).
Hér virðist þvf eitthvað málum blandið. Ef litið er svo á ljósmyndir af