Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1977, Side 223

Skírnir - 01.01.1977, Side 223
SKÍRNIR RITDOMAR 221 Á bls. 26 segir, að „mikill meirihluti" orða í xslensku hafi áherslu á fyrsta atkvæði, og má það þykja fullvægt til orða tekið miðað við ýmislegt annað í bókinni. Á bls. 29 er því lofað, að síðar verði ljóst, hvers vegna hljóðritað er [ej og [oj í stað [e] og [3], eins og venja hefur verið, en því miður er mér það enn óljóst. Á bls. 32 er farið að hljóðrita islensku án þess að tilgreint sé, hvaða framburð sé verið að hljóðrita. Á bls. 34 er sleppt að geta um radd- aðan frb. á ð á undan k. Á bls. 37 segir, að raddbandaönghljóðið h sé „í rauninni ekki annað en loftstraumurinn sem streymir frá lungunum", rétt eins og menn séu alltaf að bera fram h, þegar þeir anda frá sér. Á bls. 46 er þess getið um stutt sérhljóð, að þau geti „ekki staðið ein sér utan orðs", og er vant að sjá, hvað þar er átt við. Á bls. 47 eru orð eins og vitkast, litka, bitlingur talin með samsettum orðum, og verður það að teljast næsta ný- stárleg greining. Á bls. 48 er fullyrt, að í sunnlenskum framburði sé sam- hljóðalengd lítið áberandi og stutt samhljóð oft um 90% af lengd langa samhljóðsins. Ekki get ég séð, að þetta fái stuðning af doktorsritgerð Söru Garnes um lengd hljóða í íslensku (1974) né heldur þeim athugunum, sem ég hef sjálfur gert. Ég leyfi mér því að efast um, að þetta hafi „ótvírætt komið í Ijós" í rannsóknum síðustu ára. — Loks má nefna umfjöllun MP um framburð sumra Norðlendinga á orðum eins og þyngd og þyngt, þ. e. þeirra, sem hafa svokallaðan „raddaðan framburð". Þar lætur MP nægja að segja „Möguleiki væri að fullyrða ...“, „Ólíklegt er..„Sennilegt er ...“ (bls. 60), og getur þess að engu, að hægt væri að kanna þetta atriði og bendir ekki heldur á, að greinilegur munur er á framburði þessara orða í máli allra, ef á eftir fer orð, sem hefst á sérhljóði — sbr. þyngd afa og þyngt afa. — En nú skal ég láta staðar numið, þótt því miður mætti telja fleiia. Ástæðurnar til þess, að ég hef gerst svo langorður um þetta litla kver og fundið að mörgu, eru einkum tvær. í fyrsta lagi er hér um að ræða kennslubók, sem er ætluð (kennara-)háskólastúdentum, og höfundurinn er maður, sem ætla mætti, að hefði nægilega þekkingu til að bera á því til- tölulega þrönga sviði, sem bókin fjallar um. Þess vegna ætti að mega gera sæmilega háar kröfur um fræðilega nákvæmni. I öðru lagi er allmargt í þessari bók nokkuð á annan veg en í eldri bókum um íslenska hljóðfræði, og er þá stundum látið að því liggja, að „rannsóknir síðustu ára hafi ótví- rætt sýnt“, að nú hafi loks tekist að höndla Ijós sannleikans eftir áratuga fálm í myrkri. Þar sem greinargerðir um þær rannsóknir, sem þetta er byggt á, eru yfirleitt ekki aðgengilegar öllum þeim, sem kynnu að vilja nota bók- ina, þótti mér ómaksins vert að reyna að gera sumum atriðunum sæmileg skil hér. Þrátt fyrir að heildarniðurstaða þessa ritdóms verði að teljast neikvæð, má ekki gleyma því, að ýmislegt er betur gert í bókinni en þeim kennslu- bókum í íslenskri hljóðfræði, sem notaðar hafa verið til þessa í íslenskum skólum. Einkum er fengur að myndunum, eins og áður var sagt, og rita- skráin er líka góð. Höskuldur Þráinsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.