Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 6
G u ð n i E l í s s o n
6 TMM 2012 · 4
Þjóðkirkjuna að ætla [megi] að þau hafi litað málflutning hans í garð Van-
trúar“. Vantrú frábiður sér „afskræmingu“ á félagsskapnum og farið er fram
á að „siðferði þessa kennsluefnis verði metið í ljósi þeirra athugasemda sem
við komum hér á framfæri“.9
Þó er kæran um margt hin undarlegasta þegar farið er að rýna í hana.
Bjarni Randver er t.a.m. kærður fyrir að birta uppi á tjaldi án athugasemda
þrjár síður úr frægu trúleysisriti prófessors Níelsar Dungals Blekkingu og
þekkingu (bls. 465, 500 og 501).10 Það stöðvar vantrúarfélaga þó ekki í því
að leggja fram kæru sem byggir á því sem Bjarni Randver kunni hugsanlega
að hafa sagt á meðan glærurnar þrjár birtust á tjaldinu: „Þegar kemur að
prófessor Níels Dungal og bók hans „Blekking og þekking“ þykir okkur sem
Bjarni Randver missi sjónar á aðalatriðum og umfjöllun hans og val á til-
vísunum einkennist frekar af andúð og áróðri en upplýsingu og fræðslu“ (3).
Þáttastjórnandinn Egill Helgason var einn þeirra sem tók undir sjónarmið
vantrúarfélaga og sagði að því yrði „ekki neitað“ að glærur Bjarna væru „ansi
hæpnar“. Bjarni afgreiddi Níels Dungal „með því að vísa í hrein aukaatriði
í bók hans […] Helgi Hóseason [fái] sömu útreiðina, það er vísað í furðu-
legustu kaflana í skrifum hans“. „Þetta virkar frekar lágkúrulegt“ bætir Egill
við, en færir ekki frekari rök fyrir skoðun sinni.11
Í huga vantrúarfélaga virðast nemendur Bjarna að sama skapi viljalausar
strengjabrúður sem beygja sig undir vilja læriföðurins er dælir eitri í allar
áttir. Ranghugmyndirnar rista æði djúpt og taka á sig sérkennilega mynd
þar sem mikið er gert úr valdi og ítökum Bjarna Randvers. Hann er voldugur
andstæðingur sem elur á misklíð og ýtir undir fordóma í garð trúleysis – og
jafnvel í garð hinna ólíku nýtrúarhreyfinga sem hann tekur fyrir í nám-
skeiðinu.12 Síðastnefnda kenningin er ekki síst forvitnileg fyrir þær sakir
að þar er helsta hugmyndafræðingi og stefnumótanda Samráðsvettvangs
trúfélaga ætlað að eitra umræðuna um nýtrúarhreyfingar á bak við tjöldin.13
Um leið horfa kærendurnir framhjá jákvæðum vitnisburði nemenda úr
námskeiðinu sem sumir eru sjálfir trúleysingar. Þeir horfa framhjá greinar-
gerðum akademískra sérfræðinga sem lásu glærurnar vandlega, ekki síður
en svar Bjarna og kæruna sem það byggist á. Flestir þessara sérfræðinga
þekktu ekkert til Bjarna Randvers áður og líklega er rétt að taka fram – í ljósi
ríkjandi tíðaranda – að margir þeirra sem skrifuðu greinargerðirnar eru, rétt
eins og ég, yfirlýstir trúleysingjar. Vantrúarfélagar horfðu þó ekki aðeins
framhjá fræðilegum forsendum námskeiðsins. Síðast en ekki síst horfðu
þeir framhjá bréfi Bjarna til nemenda sinna um það hvernig á að nálgast
glærurnar og námsefnið allt, en bréfið var sent út tveimur mánuðum áður
en félagsskapurinn Vantrú leggur fram kæru sína.
Í bréfinu sem dagsett er 6. desember 2009 minnir Bjarni á ýmis grund-
vallar atriði vegna prófundirbúnings og bendir á að alls ekki sé nóg að lesa
glærurnar; þær séu „yfirborðskenndar í mörgum efnum og [nemendur fái]
verulega fyllri mynd af öllu með því að lesa þá bókakafla og þær greinar sem