Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 12
G u ð n i E l í s s o n 12 TMM 2012 · 4 Erfitt reyndist að fá gagnrýnendur Bjarna Randvers til þess að skilja að slík glæra í hug- eða félagsvísindum eigi fullan rétt á sér, jafnvel þótt hún birti umdeild sjónarmið sem nemendur áttu að bregðast við og greina. Glæru getur t.d. verið ætlað að draga upp á skýran hátt hugmyndir tiltekins hóps um andstæðinginn, hún er þá lykill að ágreiningsforsendum, sem dregur ekki síður upp mynd af þeim sem fellir dóminn en viðfangsefni ummælanna. Yfirlýsingar þær sem Bjarni Randver birti á glæru 33 geta undir ákveðnum sögulegum kringumstæðum verið réttmæt lýsing á félagslegum afleiðingum harðlínutrúleysis. En þær geta einnig, undir annars konar sögulegum kringumstæðum, t.d. í samfélögum þar sem bókstafstrú er fyrirferðarmikil, verið mælskufræðileg aðferð valdastéttar til þess að þagga niður í lýðræðis- legum tilburðum trúleysingja. Þetta þarf að sjálfsögðu allt að ræða í nám- skeiði um nýtrúarhreyfingar og samhengið kallar ávallt á ótal varnagla sem lúta bæði að greiningu á harðlínutrúleysi og gagnrýnni umræðu um það. Yfirlýsingarnar sem birtast á glærunni eru einfeldningslegar sé þeim ætlað að standa sem sjálfstæð ,fræðileg‘ úttekt á afleiðingum harðlínutrúleysis. Þá mætti skilgreina þær sem boðun eða trúvörn í anda þess sem andstæðingar Bjarna Randvers ætla honum. En sem útgangspunktum að umræðu sem er mörkuð ýmiss konar sögulegum og hugmyndafræðilegum skilyrðum gegna liðirnir allt öðru hlutverki. Þeir verða að leið inn í flókið fræðilegt samhengi, trúarbragðafræðigreiningu af þeim toga sem Bjarni Randver stundar. Hver sá sem hefur fylgst með vörn Bjarna í þessu máli ætti að geta tekið undir þá fullyrðingu að hann sé fremur fulltrúi varnaglans en yfir- lýsingarinnar, málsvari málalengingarinnar fremur en hnitmiðaðs skot- grafastíls. Svar hans til Siðanefndar HÍ við kæru Vantrúar var 197 blaðsíður og í þau örfáu skipti sem hann hefur tjáð sig opinberlega um kærumálið á hendur sér rúmast svörin ekki í athugasemdadálkum fréttamiðlanna, svo að hann neyðist til að birta þau í mörgum bútum, enda eru þar á ferðinni stuttar ritgerðir, stundum í kringum 2000 orð. Þetta veit meira að segja Matthías Ásgeirsson sem skrifaði eitt sinn eftir að Bjarni hafði sent frá sér risavaxna greinargerð sem svar við ágreiningsatriði á vefsvæði DV: „Ef Bjarni Randver hefði góðan málstað að verja hefði hann svarað í stuttu og kjarnyrtu máli þar sem auðvelt væri að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Það gerir hann ekki vegna þess að hann er að reyna að villa um fyrir fólki.“27 En sannleikurinn getur verið flókinn og frekur til rúmsins, sérstaklega ef mælandinn gengur ekki að honum sem sjálfgefnum og vísum. Það er í þessu flókna samhengi aðalatriða og aukaatriða sem Bjarni Randver miðlar þekkingu sinni, jafnvel þegar í henni felst gagnrýnin greining á mögulegum afleiðingum harðlínutrúleysis.28 Slíka gagnrýni ætti þá að sjálfsögðu ekki einskorða við trúleysishreyfingar heldur ætti að vara við hvers kyns niðurrífandi samskiptamynstri á vettvangi trúar- lífsumræðunnar. Rökkvi Vésteinsson hefur skrifað margar opinberar færslur gegn kennslu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.