Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 19
Í h e i m i g e t g á t u n n a r TMM 2012 · 4 19 hugmyndum sjónvarpsmannsins um róttækt guðleysi og mannréttindabrot, heldur einnig að herma verstu öfgahugmyndirnar upp á Egil sjálfan. Á þann hátt varpar Matthías fram þeirri spurningu í einni færslu hvort „Krulli kverúlant“ sé nasisti, sú yrði a.m.k. niðurstaðan ef hann beindi greiningar- forsendum sínum að sjálfum sér.56 Það eru einmitt sjónarmið eins og þau sem Egill er fulltrúi fyrir í dæm- unum hér að ofan – og deilt er um af fullri hörku – sem Bjarni Randver vildi draga fram í umræðu nemenda um glæruna alræmdu. Er hægt að ræða um „Dawkins og hans fólk“ og segja þetta vera sértrúarsöfnuð? Hvers konar trúarlífsfélagsfræðiskilgreiningar myndu sjálfkrafa útiloka allan slíkan samanburð og hvers konar skilgreiningar halda honum opnum? Grefur ofstækisfullt trúleysi undan allsherjarreglu samfélagsins, eða eru dæmin sem Egill tekur frá austantjaldsríkjunum aðeins vitnisburður um að í alræðisríkjum sem leggja áherslu á díalektíska efnishyggju þrífast hvers konar öfgamyndir trúleysishugmyndafræðinnar? Að sama skapi gefa pistlar Egils tækifæri til þess að varpa fram þeim spurningum hvort ofstækisfullt trúleysi geti undir ákveðnum sögulegum kringumstæðum leitt til ofbeldis? Hverjir sæju sér jafnframt hag í að halda slíku fram og hefur ásökunin um öfgamyndir trúleysis verið notuð til þess að þagga niður í hófsamari kröfum trúleysingja, t.d. í íslenskri umræðu? Overton-glugginn og sannleikurinn um alheiminn Fjórum árum eftir átökin við Vantrú virðist Egill búinn að gleyma ,greiningu‘ sinni á vantrúartalibönum og fólkinu umhverfis Dawkins sem honum lá áður „við að kalla sértrúarsöfnuð“. Sinnaskipti Egils má líklega rekja til þess að hann vilji láta af skærum sínum við félagsmenn og sé nú til í að fallast á ýmis þau sjónarmið Vantrúar sem honum hefðu áður þótt óhugs- andi. Harkan í samskiptum vantrúarfélaga við þáttastjórnandann hefur náð tilætluðum árangri, gert afstöðu sem hann hefði skilgreint sem hreinar öfgar fimm árum fyrr að ásættanlegu sjónarmiði sem vel megi taka undir og verja. Aðferðafræði Vantrúar má rekja til þrýstihópa sem fá oft þau verk- efni að sveigja almenningsálitið að sjónarmiðum viðskiptavina sinna, eða frá óheppilegum eða kostnaðarsömum stjórnvaldsaðgerðum. Aðferðin, sem nú er gjarnan kennd við bandaríska frjálshyggjumanninn Joseph P. Overton og kölluð Overton-glugginn, snýr að því að færa viðmiðunarrammana (eða gluggana) í samfélagsumræðunni, gera öfgahugmyndir úr samtímanum ásættanlegar og ásættanleg sjónarmið smám saman óhugsandi, allt eftir markmiðum félagsins. Þetta er m.a. gert með því hafna samræðunni sem miðlunartæki, með því að gera málamiðlunina brottræka. Eina ásættanlega sjónarmiðið er það sem viðkomandi félag eða þrýstihópur heldur fram. En aðferðin virkar aðeins sé henni haldið undir yfirborðinu. Þegar Matthías Ásgeirsson veltir því fyrir sér á umræðuþræðinum sem helgaður er Bjarna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.