Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 31
B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n TMM 2012 · 4 31 málflutning hans. Svör biskups og annarra presta við fyrirspurnum Helga voru ávallt á þá leið að skírnin væri einkamál milli skírnarþegans og Guðs og væri það undir skírnarþeganum sjálfum komið hvort hann vildi þiggja þá náð Guðs í skírninni sem honum stæði ávallt til boða.7 Svo fór að Helgi lýsti því sjálfur yfir í fermingarguðsþjónustu í Dóm- kirkjunni árið 1966 að hann „ónýtti“ skírnarsáttmálann þegar hann tók sér þar stöðu fyrir framan kirkjugesti við altarisgöngu og hellti víninu með oblátunni í poka sem merktur var með orðinu „SORP“. Hvorki ráðherrar né aðrir embættismenn hins opinbera féllust hins vegar á að þessi ógilding Helga á skírnarsáttmálanum yrði skráð sérstaklega í þjóðskrá þar sem nóg væri að skrá hann utan trúfélaga og var öllum frekari kærum vísað frá. Hag- stofustjóri bauðst þó til að líma yfirlýsingu frá Helga inn í þjóðskrána en það féllst hann ekki á þar sem ógildingin kæmi frá sér en ekki frá ríkisvaldinu.8 Helgi skrifaði meira að segja Kristjáni Eldjárn, forseta Íslands, en fékk ekkert svar. Árið 1969 brá Helgi á það ráð að mæta í útvarpsmessur og hleypa þeim upp með upphrópunum og látum, helst framan við hljóðnemann þegar hann komst í færi við hann. Þurfti brátt lögregluvörð til þess að hindra framgöngu hans og var hann alloft handtekinn fyrir óspektir. Það var einnig um þetta leyti sem hann hóf að taka sér mótmælastöðu með skilti á lofti fyrir framan kirkjur. Árið 1972 réðst hann á göngu forseta Íslands, biskups, ráðherra og þingmanna milli Dómkirkjunnar og Alþingis við setningu Alþingis með því að sletta skyrefni á alla sem hann komst í tæri við, en síðar átti hann tvisvar eftir að útata Stjórnarráðið, fyrst með tjöru árið 1974 og síðan aftur með sterku ryðvarnarefni árið 1981, og brjóta rúður í Alþingishúsinu árið 1976. Auk þess var Helgi grunaður um að hafa árið 1982 brennt til grunna gamla kirkju í Heydölum þar sem bróðir hans var sóknarprestur en því hvorki játaði hann né neitaði og var aldrei ákærður. Sjálfur orðaði Helgi það svo að yfirvöld hefðu ekki þorað að ákæra sig þar sem hann hefði þá notað tækifærið til að koma að því baráttumáli sínu að ógilding hans á skírnarsátt- málanum yrði skráð í þjóðskrá. Mótmælastöður Helga voru hins vegar friðsamar. Árum saman stóð hann við gatnamót Langholtsvegar og Holtavegar með mótmælaspjöld þar sem á voru ritaðar yfirlýsingar á borð við „Hver skapaði sýkla?“ Dæmi eru um að grunnskólabörn tækju sér þar stöðu með honum og greinir Fréttablaðið frá einum slíkum nemanda árið 2008 sem hélt þar á lofti mótmælaskilti öðru hverju meðan á samræmdu prófunum stóð. Í tilefni af því birtir blaðið að ósk Helga ljóðið „Brennið þið kyrkjur“ þar sem skammirnar um kristindóminn eru ekki sparaðar.9 Sjálfur getur Reynir Harðarson, formaður Vantrúar 2010–2012, þess í viðtali við DV að hann hafi á unglingsaldri fyrst séð Helga þar sem hann stóð í Austurstræti í Reykjavík með skiltið „Brennið þið kirkjur“ og hafi hann þá keypt af honum nokkur rit.10 Helgi var að ýmsu leyti einfari og hann safnaði aldrei í kringum sig hópi fylgismanna sem hann gerði tilkall til að stjórna með einhverjum hætti. Ætt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.