Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 38
B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n 38 TMM 2012 · 4 nokkuð „sem fleiri mættu tileinka sér“.65 Þá var einnig efnt til sýningar á mótmælaspjöldum Helga og ljósmyndum Gunnars V. Andréssonar af honum í sýningarsal Norræna hússins snemma árs 201066 en fjölmiðlar gerðu þessu öllu allítarleg skil. Í forsíðuviðtali við Morgunblaðið segist Sveinn Þórhalls- son galleríisti, sem keypt hafði nokkur skilti nokkru fyrir andlát Helga, líta á þau sem listaverk.67 Svo fór að tveir aðskildir hópar afhjúpuðu hvor sitt minnismerkið um Helga á sama götuhorninu, sá fyrri í ágúst 2010 en sá síðari mánuði síðar þegar ár var liðið frá andláti hans. Að fyrra minnismerkinu stóðu þrír kennarar úr Vísinda félagi Menntaskólans við Sund ásamt eiganda ljósmyndaverslunar í nágrenninu og var því komið fyrir á einkalóð.68 Að síðara minnismerkinu, hellu sem á stendur „Hver skapaði sýkla?“ og kostuð var af steinsmiðjunni S. Helgason, stóðu hins vegar Vantrú og Alexander Freyr Einarsson sem jafn- framt efndu til minningarstundar um Helga af því tilefni.69 Bannhelgi Af þessu er ljóst að fjölmenn aðdáendahreyfing hefur á síðari árum myndast í kringum Helga Hóseasson. Ástæðurnar fyrir því geta verið margvíslegar og hóparnir fjölbreyttir sem finna til einhvers konar samstöðu eða sam- kenndar með honum. Þannig taka ýmsir undir trúarbragðagagnrýni Helga, segja brotið á mannréttindum hans og draga upp svarta mynd af kirkju og kristindómi. Aðrir kunna að finna samkennd með honum sem „litla manninum“ sem beittur hafi verið órétti af veraldlegum og kirkjulegum yfirvöldum, enginn ráðamaður vilji hlusta á og þegar hann, annars frið- samur maðurinn, grípi í örvæntingu sinni til róttækari aðgerða eins og að sletta skyri á æðstu ráðamenn, sem aðeins hafi sýnt honum fyrirlitningu, sé hann keyrður með fullu afli í götuna af lögreglu og handtekinn. Enn öðrum er hann fulltrúi hins þrjóska alþýðumanns sem lætur ekki beygja sig, sbr. Jón Hreggviðsson eða Bjart í Sumarhúsum hjá Halldóri Laxness. Ef til vill er útbreidd óánægja meðal almennings með yfirvöld í kjölfar bankahrunsins í október 2008 hluti af skýringunni á því mikla fylgi sem Helgi hefur öðlast í uppreisn sinni gegn yfirvaldinu. Heimildamyndin, bóka- og greinaskrif og netumræðan sýna samt að um Helga hafði myndast vaxandi aðdáendahreyfing löngu fyrir bankahrunið. Sé litið á Helga sem trúarlegan leiðtoga, ekki síst vegna afstöðu hans í trúarefnum, er hann fremur ein- staklingshyggjuleiðtogi (cultic) en sértrúarhópsleiðtogi (sectarian) þar sem hann kemur engu skipulagi á fylgismenn sína, veitir þeim ekkert félagslegt taumhald og gerir engar kröfur um kennivald.70 Hann er aðeins leiðtogi að því marki sem fylgismenn hans gera hann að leiðtoga sínum, tákngervingi og fyrirmynd og sækja til hans innblástur. Í kennslustundinni þegar umræðan um minnisvarðann stóð sem hæst fór ég almennum orðum um öll þessi helstu atriði og varpaði fram þeirri spurn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.