Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 53
A ð l e s a T í m a n n o g va t n i ð I I TMM 2012 · 4 53 ekki beinlínis í ritgerð sinni um Stein en er reyndar mun varkárari og ýjar að annarri túlkun orðanna: „[Mottóið hefur] gert töluvert ógagn. Menn hafa viljað skilja það sem svo að ekki beri að leita neinnar merkingar í skáldskap. […] Staðhæfingu MacLeish mætti ef til vill umorða sem svo, að „a poem that only means isn’t a poem“.“8 Nú vitum við að höfundur einkunnarorðanna orti ekki merkingarleysur og þetta ljóð hans, „Ars Poetica“, flytur vissulega merkingu. Reyndar skrifaði hann talsvert um merkingu í skáldskap, og má þar nefna bók hans Poetry and Experience sem fjallar að heita má öll um það efni. Og viðhorf hans til ljóða var ekki formdýrkandans, þó vissulega hugaði hann grannt að þeim þætti eins og öll góð skáld. Já hvað þýða lokalínur kvæðisins? Þess er þá fyrst að gæta að enska sögnin mean er ekki einræð. Tvær merkingar skipta hér meginmáli en orðabækur tilgreina fleiri: 1) merkja, 2) meina. Það er því kannski ekki öruggt að mean þýði þarna ‚merkja‘. Ef við skoðum til dæmis hvernig þýski þýðandinn, Eva Hesse, snýr kvæðinu á sína tungu sjáum við að hún leggur ekki þá merkingu í orðið: Ein Gedicht sollte sein Nicht meinen9 Það er að segja: Kvæði ætti að vera, ekki að meina. Sé þetta réttur skilningur þá er merking línanna sumsé ekki sú, að ljóð ætti ekki að merkja neitt, heldur að ljóð ætti ekki að flytja skoðanir, staðhæfa, boða mönnum sannindi sem þeir geti síðan umorðað og kippt út úr ljóðinu að vild. Einnig að ekki sé nóg að ljóð sé vel meinandi, það verði að vera fullburða og þokkafullt – „eins og fuglar á flugi“. Þversögn kvæðisins er svo sú að nær allar línur þess ganga þvert á þessa stefnuyfirlýsingu, þær flytja afdráttarlausar meiningar. Enda kennslukvæði í skáldskaparlist, ars poetica. Ekki er annað að sjá en bandaríski nýrýnirinn Cleanth Brooks leggi sama skilning og þýski þýðandinn í orðið í grein sinni um kvæðið „Ode on a Grecian Urn“ eftir John Keats. Hann vitnar í niðurlagsorð kvæðis MacLeish og telur að þau hefðu verið Keats að skapi. Það virðist því skjóta skökku við, segir Brooks, að Keats skuli enda þetta kvæði sitt á staðhæfingu í spakmælastíl – að fegurð sé sannleikur, sannleikur fegurð – og bæta síðan við annarri staðhæfingu enn spakvitringslegri – að þetta sé allt og sumt sem vitað sé á jörðu hér og allt sem vita þurfi. „This is to „mean“ with a vengeance,“ er umsögn Brooks, þetta sé nú heldur betur að ‚meina‘, setja fram skoðun í kvæði; en síðan snýr hann sér reyndar að því að skýra skáld- skaparaðferð Keats á þessum stað. Sú skýring hans felst í því að í orðunum komi fram rödd leirkersins sjálfs og þau beri að skoða sem slík, en ekki sem almenn sannindi er skáldið sé að boða.10 Reyndar er framangreindur skilningur á einkunnarorðum Tímans og vatnsins kominn fram á íslensku fyrir hálfri öld, í grein bandaríska bók-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.