Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 54
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 54 TMM 2012 · 4 mennta fræðingsins Peters Carleton um ljóðaflokkinn.11 Athugasemdir hans eru allrar athygli verðar: Flestir virðast skilja þetta svo, að skáldskapur eigi að vera einhvers konar orðatónlist, sem ekkert þýðir: hagara gagara skruggu skró. En nákvæm þýðing á orðunum mun vera: hlutverk kvæðis er ekki að meina, heldur vera [leturbr. hér], og það þýðir einungis að merking þess sé órjúfanlega tengd forminu, að vera þess sé óskipt eining. Orð MacLeish eru sérstaklega ætluð efnisgagnrýnendum sem eru vanir að endur- segja „tilgang“ eða „boðskap“ kvæðis í sem stytztu máli og taka síðan til óspilltra málanna við að athuga hvort hann sé æskilegur eða ekki. Okkur er tekinn vari fyrir því, að það sé nokkur aðskiljanlegur boðskapur í þessum kvæðum [leturbr. hér]. Segja má að hinn íslenski skilningur á einkunnarorðunum skýrist af þeim mun sem hér er á tungumálunum tveimur: Persónur meina (e. ‚mean‘), orð og hugtök merkja (e. ‚mean‘). En altítt er að ljóð og sögur séu persónugerð og þá hverfur reyndar munurinn: Hvað segir ljóðið? Þessu hafnar ljóðið. Ljóðið talar skýrum rómi. Við lesum kvæði, persónugerum það og spyrjum: Hvað er þetta blessaða kvæði að fara? Sem þá er ekki endilega sama og: Hvað er skáldið að fara í kvæðinu? Á ensku þurrkast munurinn út: „[T]he question isn’t […] what does the speaker or author mean but what does the poem mean?“ segir bandarískur bókmenntafræðingur í ágætri bók.12 Ég bendi á orð Carletons – „og það þýðir einungis að merking [ljóðs] sé órjúfanlega tengd forminu, að vera þess sé óskipt eining“ – sem fela í sér andóf gegn því viðhorfi að form og inntak ljóða séu sjálfstæðir þættir, óháðir hvor öðrum. Andstæðan væri ‚merkingarbært form‘ sem svo hefur verið kallað, það stefnumið að þættirnir séu samslungnir og nánast óaðgreinan- legir.13 Segja má að orð Carletons séu afurð fagurfræðilegs skilnings sem á sér virðulega sögu og orða má svo í sinni ýtrustu mynd: Hlutverk ljóðs er ekki að kenna, segja sögu eða reifa málefni, ljóð á að vera sjálfstæð verund. Það á einungis að lúta eigin lögmálum, bera tilgang sinn í sjálfu sér og vera sjálfu sér nógt (vera átónóm, átótelískt og átark, svo gripið sé til hinna grískættuðu orða sömu merkingar). Um einingu forms og inntaks og um ljóðið sem sjálfstæðan veruleika var mikið fjallað í skáldskap og gagnrýni á 20. öld.14 Eftirfarandi ljóðlínur tveggja ólíkra skálda sýna þetta vel. Fyrst eru lokalínur kvæðisins „Among School Children“ eftir W.B. Yeats: O body swayed to music, O brightening glance, How can we know the dancer from the dance? Hvernig má greina í sundur dansarann og dansinn? – Og Wallace Stevens orti í kvæðinu „An Ordinary Evening in New Haven“: The poem is the cry of its occasion, Part of the res itself and not about it.15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.