Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 54
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n
54 TMM 2012 · 4
mennta fræðingsins Peters Carleton um ljóðaflokkinn.11 Athugasemdir hans
eru allrar athygli verðar:
Flestir virðast skilja þetta svo, að skáldskapur eigi að vera einhvers konar orðatónlist,
sem ekkert þýðir: hagara gagara skruggu skró. En nákvæm þýðing á orðunum
mun vera: hlutverk kvæðis er ekki að meina, heldur vera [leturbr. hér], og það þýðir
einungis að merking þess sé órjúfanlega tengd forminu, að vera þess sé óskipt eining.
Orð MacLeish eru sérstaklega ætluð efnisgagnrýnendum sem eru vanir að endur-
segja „tilgang“ eða „boðskap“ kvæðis í sem stytztu máli og taka síðan til óspilltra
málanna við að athuga hvort hann sé æskilegur eða ekki. Okkur er tekinn vari fyrir
því, að það sé nokkur aðskiljanlegur boðskapur í þessum kvæðum [leturbr. hér].
Segja má að hinn íslenski skilningur á einkunnarorðunum skýrist af þeim
mun sem hér er á tungumálunum tveimur: Persónur meina (e. ‚mean‘), orð
og hugtök merkja (e. ‚mean‘). En altítt er að ljóð og sögur séu persónugerð og
þá hverfur reyndar munurinn: Hvað segir ljóðið? Þessu hafnar ljóðið. Ljóðið
talar skýrum rómi. Við lesum kvæði, persónugerum það og spyrjum: Hvað
er þetta blessaða kvæði að fara? Sem þá er ekki endilega sama og: Hvað er
skáldið að fara í kvæðinu? Á ensku þurrkast munurinn út: „[T]he question
isn’t […] what does the speaker or author mean but what does the poem
mean?“ segir bandarískur bókmenntafræðingur í ágætri bók.12
Ég bendi á orð Carletons – „og það þýðir einungis að merking [ljóðs] sé
órjúfanlega tengd forminu, að vera þess sé óskipt eining“ – sem fela í sér
andóf gegn því viðhorfi að form og inntak ljóða séu sjálfstæðir þættir, óháðir
hvor öðrum. Andstæðan væri ‚merkingarbært form‘ sem svo hefur verið
kallað, það stefnumið að þættirnir séu samslungnir og nánast óaðgreinan-
legir.13 Segja má að orð Carletons séu afurð fagurfræðilegs skilnings sem á
sér virðulega sögu og orða má svo í sinni ýtrustu mynd: Hlutverk ljóðs er ekki
að kenna, segja sögu eða reifa málefni, ljóð á að vera sjálfstæð verund. Það
á einungis að lúta eigin lögmálum, bera tilgang sinn í sjálfu sér og vera sjálfu
sér nógt (vera átónóm, átótelískt og átark, svo gripið sé til hinna grískættuðu
orða sömu merkingar).
Um einingu forms og inntaks og um ljóðið sem sjálfstæðan veruleika
var mikið fjallað í skáldskap og gagnrýni á 20. öld.14 Eftirfarandi ljóðlínur
tveggja ólíkra skálda sýna þetta vel. Fyrst eru lokalínur kvæðisins „Among
School Children“ eftir W.B. Yeats:
O body swayed to music, O brightening glance,
How can we know the dancer from the dance?
Hvernig má greina í sundur dansarann og dansinn? – Og Wallace Stevens
orti í kvæðinu „An Ordinary Evening in New Haven“:
The poem is the cry of its occasion,
Part of the res itself and not about it.15