Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 56
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 56 TMM 2012 · 4 Merking er lævís og lipur Ég get útskýrt öll kvæði sem hafa verið fundin upp – og slatta af kvæðum til viðbótar sem hafa ekki enn verið fundin upp.17 Skáldskapur slíkur sem Tíminn og vatnið verður reyndar ekki túlkaður nema með töluverðri dirfsku og áhættu, að ekki sé sagt óskammfeilni […].18 Ég þykist nú hafa leitt rök að því að ekki sé hægt að taka alvarlega þann skilning á Tímanum og vatninu sem algengur var á Íslandi í upphafi, að bálkurinn væri merkingarlaus, enda væri það í samræmi við þau ein- kunnarorð hans við frumbirtingu að ljóð ættu ekki að merkja neitt heldur einungis vera.19 Ein ástæða er sem sagt sú að enska sögnin ‚mean‘ samsvarar yfirleitt mismunandi sögnum í íslensku eftir því hvort gerandinn er orð/ skáldverk eða persóna: ljóð merkir en persóna meinar. Þetta er þó ekki einhlítt því oft er ljóð persónugert. Einkunnarorðin heimila því ekki þann skilning að ekki skuli leita merkingar í Tímanum og vatninu. Enda fjallar „Ars Poetica“ ekki um það hvort heldur hvernig ljóð skuli flytja merkingu. Veigamesta ástæðan er þó auðvitað sú að orð hafa merkingu, stök orð en einkum orð í samhengi. Það er hinsvegar undir hælinn lagt hvort ljóðin vísa út fyrir sig til veruleika sem við þekkjum eða skapa sinn eigin heim, sjálf- stæðan veruleika. Merkingu hafa þau þó hvort heldur er. Á það má benda að aldrei hefur verið dregið beinlínis í efa að ástarelegíurnar hefðu merkingu, þematíska merkingu. Við erum hinsvegar óvön síðari skilningnum enda er okkur tamast að skilja orðið merkingu sem ‚það sem við getum heimfært á okkar reynsluheim‘ eða ‚það sem hægt er að endursegja‘ eða bara ,það sem við skiljum‘, rétt eins og merking ljóðs væri af sama tagi og merking þess sem sagt er við okkur í tveggja manna tali. Auk merkingar einstakra orða getum við talað um merkingar segða og setninga, merkingar erinda, heilla ljóða og bálksins í heild. Eins og fram hefur komið lít ég svo á að heildarmerkingu sé ekki að finna í Tímanum og vatninu (nema menn telji umsögn á borð við kveðjuljóð, svanasöngur duga til þess). Augljós dæmi um að orð hafi ekki raunsæislega merkingu eru mörg litarorðin í flokknum, sem stuðla umfram allt að hughrifum, og iðulega hafa bæði ein- stök erindi og ljóð í heild sinni ekki merkingu eða inntak sem hægt er að rekja með öðru orðalagi. Slík ljóð hafa hinsvegar það sem ég kalla bókstaflega merkingu, og á ensku mætti tala þar um literal meaning og non-referential poetry. Dæmi úr ellefta ljóði væri: „Og hvolfþak hamingju minnar er úr hvítu ljósi hinnar fjarlægu sorgar fljótsins.“ – Ljóð af þessu tagi hafa áhrifsgildi en hafna eftirlíkingu og eru sjálfstæðir heimar, sjálfum sér nógir. Einhver innibyrgð orka býr í öllum góðum ljóðum, orka sem lesendur leysa úr læðingi og hrífast af. Hún getur stafað af mikilvægum boðum sem ljóðin flytja, nýstárlegum sannleik, ellegar af listilegri beitingu tungumálsins svo að tvennt sé nefnt. Í fyrra sinnið má yfirleitt rekja efni ljóðanna, þó alltaf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.