Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 57
A ð l e s a T í m a n n o g va t n i ð I I TMM 2012 · 4 57 fari mikið forgörðum við prósaíska endursögn, og þá velkist enginn í vafa um að tala megi um merkingu, en í hið síðara verður ‚efnið‘ ekki endilega rakið með öðru orðalagi og þá spyrja menn gjarna: ‚Hvað þýðir þetta, hver er merkingin?‘ Hvað þýðir til dæmis ljóðlínan „Nóttin í silkivöggu allra veðra“ eftir Hannes Sigfússon? Svarið hlýtur að verða: Bókstafleg merking línunnar er ‚nóttin í silkivöggu allra veðra‘ en það sem hún miðlar leyfir ekki endur- sögn, áhrifamáttur hennar hyrfi við umorðun. Bersýnilega er ekki hægt að segja það sama á tvo, hvað þá fleiri, mismunandi vegu. Í lokagerð sinni er Tíminn og vatnið fjarri því að vera einsleitt verk. Og lestur flokksins getur aldrei orðið einhlítur. Ég tel þó að greina megi í honum þrjá meginþætti og tvö meginþemu. Skiptingin gæti verið á þessa leið: 1) Ást og ástarharmur: Ljóð nr. 2, 5, 8, 10, 15, 17, 19 – alls sjö ljóð, þriðjungur bálksins. 2) Skáldið, dauðinn og framhaldslíf ljóða þess: Ljóð nr. 1, (6), 12, 16, 21 – alls fjögur til fimm ljóð. Þau gætu verið ort um svipað leyti, eitt er birt 1946 og fjögur 1947. 3) Ljóðið sem heterokosmos, bókstafleg merking: Ljóð nr. 3, (6), 7, 9, 11, 13, 14, 18, 20 – alls átta til níu ljóð, og þar með stærsti þátturinn. 4) Eitt ljóð stendur utan þessa ramma: Ljóð nr. 4 („Alda, sem brotnar á eirlitum sandi“), sem er óbrotin sjónræn (ímagísk) smámynd og vísbending um að Steinn lét sér umhugaðra um fjölbreytileika flokksins en einsleitni.20 Samkvæmt þessu yfirliti mætti lesa eitt ljóð að minnsta kosti hvort heldur væri þematískt eða bókstaflega. Eflaust gildir það um fleiri ljóð enda hæpið að skiptingin milli annars og þriðja flokks geti orðið ótvíræð. Meginþemun tvö eru að því leyti ólík að menn hafa eins og áður segir verið tiltölulega sam- mála um ástarelegíurnar frá upphafi. Um skáldþemað eða ódauðleikaþemað hef ég hinsvegar ekki séð fjallað áður með skýrum hætti sem annað helsta þema flokksins. Þó komst Peter Carleton svo að orði um lokaljóðið: Eilífðin er tvíræð […] Hún minnir á dauða skáldsins, en líka á þann ódauðleika sem er hlutur góðra kvæða. Skáldið hefur búið kyrfilega um sig í eilífðinni með kveð- skap sínum. Og niðurstaða hans í greinarlok er í samræmi við það: Eilífðin, dauðinn, ódauðleikinn geymir þessi kvæði og kvæðin eru óræður draumur. […] Steinn býr sig undir dauðann […] Veröld kvæðanna er heimur út af fyrir sig.21 Ég vil í meginatriðum taka undir þessi orð. Ljóðin í Tímanum og vatninu eru kveðjuljóð: „Steinn býr sig undir dauðann“. Hann virðist hafa gengið að því sem vísu að flokkurinn yrði sitt síðasta verk, með því væri hann að kveðja. Til þess bendir eindregið sá langi tími sem hann tók sér til að ganga frá flokknum og gerðirnar þrjár. Ritgerð Carletons, sem birtist sex árum eftir lát Steins, var fyrsta bók-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.