Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 62
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 62 TMM 2012 · 4 Það gerir hinsvegar séra Gunnar í grein sinni um trúarheimspekilega þætti í verki Steins, Tímanum og vatninu þar á meðal. Gunnar kemst svo að orði um 21. ljóð flokksins í fyrrnefndri grein: Í þessu lokaljóði Tímans og vatnsins er freistandi að lesa trúarlega merkingu og raunar liggur hún tiltölulega ljós fyrir. Ég hef búið mér hvílu / í hálfluktu auga / eilífðarinnar. Hér hefur skáldið með öðrum orðum búið sér hvílu í eilífðinni. Eilífðin er komin inn í myndina með jákvæðum hætti eða „jákvæðu forteikni“ í sjálfu lokaljóðinu í þessum persónulega ljóðaflokki sem markaði þáttaskil. Það væri því ekki fjarri lagi að setja Stein Steinarr í hóp þeirra skálda sem hafa ort um trú mannsins á tuttugustu öld af miklum næmleika og samið ljóð sem minnir á lofsöng á nýjum tímum, í nýjum búningi. Það er ofætlun að „taka alla eilífðina upp í einni ausu“, segir í Nýjum félags- ritum.38 Og víst er um það að eilífðin er ekki einrætt orð, það á sér langa sögu og vísar í ólíkar áttir. En hverjir eru merkingaraukar orðsins í Tímanum og vatninu? – Ég skal játa að ég get ekki fyrir mitt leyti fallist á þann skilning á ljóðaflokknum að Steinn hafi með honum skipað sér í hóp merkra trúar- skálda á tuttugustu öld.39 Enginn gagnrýnandi getur hinsvegar hrakið slíkan skilning með óyggjandi rökum hversu ósammála sem hann kann að vera. Ljóð eru ekki af toga rökfræði eða raunvísinda. Kannski sýnir dæmið ein- faldlega tvennt: að Tímann og vatnið, líkt og flest mikil bókmenntaverk, megi lesa á mismunandi vegu og að orsök þess sé þá sú, eins og sagt hefur verið, að einingu texta sé ekki að finna í uppruna hans heldur endastöð, það er að segja hjá lesanda.40 En hljótum við þá ekki að viðurkenna að ‚endanlegur‘ lestur á Tímanum og vatninu er ekki í sjónmáli? Það getur ekki verið annað en fagnaðarefni. Tilvísanir 1 „Syntax is what makes it possible for us to treat as known anything that we do not know we do not know. And this, in one form or another, is what poetry has always known.“ Barbara Johnson: The Critical Difference, bls. 75. 2 Kom út 1926 í bók MacLeish Streets in the Moon. 3 Úr hugskoti, bls. 7–10. 4 Að sjálfsögðu er Hannesi þetta ljóst. Hann ritar í sömu grein: „Skáld, sem einhvers mega sín, raska merkingarsviði orða, stækka það ellegar þrengja, allt eftir því sem þeim býður við að horfa.“ – Sem dæmi mætti taka fyrstu ljóðlínurnar í síðustu ljóðabók hans: „Birtan er ekki beinlínis annarleg, þó / egghvöss“, Fyrir kvölddyrum, bls. 42. 5 Kynslóð kalda stríðsins, bls. 33–34. 6 „das absolute Gedicht, das Gedicht ohne Glauben, das Gedicht ohne Hoffnung, das Gedicht an niemanden gerichtet, das Gedicht aus Worten“. Probleme der Lyrik, bls. 39. 7 „[Gedichte müssen] an jemand gerichtet, für jemand geschrieben sein. […] Gedichte können […] jeden Gestus annehmen außer einem einzigen: dem, nichts und niemanden zu meinen, Sprache an sich und selig in sich selbst zu sein. Damit das, was vorgezeigt werden soll, beachtet wird, müssen Gedichte allerdings schön sein. Es muß ein Vergnügen sein, sie zu lesen“. Mein Gedicht ist mein Messer, bls. 147. 8 Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr, bls. 230.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.