Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 120
D ó m a r u m b æ k u r 120 TMM 2012 · 4 um leið og haldið er inni í myndinni þeirri forneskju sem Eyrbyggjutíminn telur sjálfsagða og við höfum tekið í arf (það hefur aldrei þótt kurteisi á Íslandi að efast um góða draugasögu, enda halda slíkar sögur áfram að verða til eins og þúsund ár hefðu ekki í skorist). Dirfskan í þessari sálgreiningu draugs sem svo mætti kalla birtist svo ekki síst í því að fá Glæsi sjálfum orðið – á það skal reynt hve langt einn nútímaskrifari kemst inn í tilvistarvanda hins ódauða ódáms. Aftarlega í sögunni er að finna skondið rifrildi: tvær afturgöngur, Þór- ólfur bægifótur og seinni kona hans sem hann hefur drepið og dregið í sína draugasveit deila um lánleysi sitt í hjónabandi. Þórólfur kennir konu sinni um og öðrum sem „hafa smánað mig alla mína ævi“ – og minnir um leið á „óhamingju“ sína sem geri hann að trölli. Konan svarar því til að „aðeins illmenni verða að tröllum“ og að auki þessu: „Eg hefði unnað þér meira ef þú hefðir öðru hvoru leitt hugann að öðrum en sjálfum þér“ (157). Þetta er kjarni máls í skoðun Ármanns á illsku draugsa og á þeim málflutningi sem hann leggur í munn honum. Hér eru um leið á ferð eilífðarspurningar: eru menn illir vegna „óhamingju“ (grimmar aðstæður, illt hlutskipti manna í mann- legu félagi eru illskuhvetjandi)? Eða er sú fólska sem tortímir sjálfum þeim og öðrum sjálfskaparvíti? Frelsi viljans eða hvað? Glæsir – Bægifótur er fullur af sjálfs- réttlætingu. Stundum talar hann í hug- tökum Eyrbyggjutíma: kannski hafa goðin illan bifur á honum og hafa dæmt hann til ógæfu. Oftar þó er sem hann taki – kannski með of auðveldum hætti – upp sér til málsbóta þær hremmingar sem blaðalesendur og sjónvarpsþátta- áhorfendur okkar tíma eru alvanir. Þór- ólfur sætir ofbeldi í æsku af föður og stjúpa, liggur meira að segja við að faðir hans nauðgi honum (tíðarandinn er frekur til fjörs: hvaða nútímaskáldsaga kemst af án slíkra glæpa í fjölskyldum?). Barsmíðarnar sem eru tilefni þessarar málsvarnar eru hugarsmíð höfundar og ekkert slíkt að finna í Eyrbyggju sem annars er þó farið furðu nákvæmlega eftir í allri framvindu. Önnur ógæfa Þórólfs er það óhapp sem leiðir til þess að hann er illa haltur og hlýtur viður- nefnið bægifótur fyrir bragðið – og þykir það mesta svívirða. Atvik sem að því liggja eru í Eyrbyggju og afgreidd næsta stuttaralega – en blása hér út og verða að föstu stefi í söguvefnum. Draugurinn er sífellt að minnast á skakkalöpp sína og vanvirðu sem henni fylgir – og er þar með orðinn fórnar- lamb eineltis sem nú heitir svo. „Ég er þessi fótur. Þannig sjá aðrir mig“ ( 34). Í hvert sinn sem hann gengur af stað þarf hann að draga á eftir sér margbölvaðan fót og fyllist illsku „sem að lokum heltók mig“ ( 70). Bægifóturinn er stöðugt til- efni til þess að honum finnist hann „hæddur, svívirtur, sniðgenginn. Jafnvel af mínum eigin börnum“ (86). Vel á minnst: honum er enginn styrkur í afkvæmum. Það sem verra er: sonur hans, glæsimennið Arnkell goði, fyrir- lítur hann og hundsar með þeim hætti að föðurstolt kemur ekki til mála heldur verður með þeim feðgum fullur fjand- skapur sem að lokum verður Arnkeli að bana eftir að Þórólfur er horfinn í draugstilveru sína. Allt er á sömu bók lært: samskipti við eiginkonur tvær og barnsmóður eru einnig heldur en ekki kaldranaleg. Draugsi gerir svo mikið úr þessu öllu að lesanda verður stundum nóg um. Þórólfur hefur breitt úr sér á kostnað granna sinna og fegrað sem best sín hýbýli – og Glæsir hugsar: ég hafði ekki gert það „til að deila þeim með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.