Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 121
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 121 öðrum. Ég hafði unnið það starf fyrir sjálfan mig einan, til að bæta fyrir ófagra bernsku og ófagurt göngulag“ (73). Svo sem hver sáir Sjálfsskilningur afturgöngunnar er aug- ljós: öll umsvif hans, flest illu marki brennd, eru svar hans við „óhamingju“ sem aðrir valda: allir eru á móti mér, guðir og menn. Ef hér væri látið staðar numið yrði illskurannsóknin næsta ein- föld og banöl. En sem betur fer réttir höfundur söguna af með íróníu, með háðslegu misræmi milli þeirra orða sem afturgangan fer með sér til afbötunar og þess sem Þórólfur bægifótur hefur í rauninni gert. Glæsi gengur ekki einu sinni vel að hafa bölvun guðanna sér til réttlætingar – því hann hefur á löngum heimspekistundum í sínu fjósi komist að niðurstöðu sem snýr því dæmi við með nokkrum hætti: „Guð eru hug- kvæmari en menn. Einkum þegar kemur að því að snúa misgjörðum ann- arra við og láta þær endursendast eins og mistilteinn aftur í þá sjálfa“ (153). Þetta er að vísu fágæt viðurkenning Bægifótar á því að misgjörðirnar séu hans – en hún er í fullu samræmi við niðurstöðu hins íróníska leiks sem nú var nefndur. Þórólfur – Glæsir hefur kvartað sárt yfir bægifæti sínum – en það er öllum ljóst að þau örkuml eru honum sjálfum að kenna. Þórólfur skoraði á hólm gaml- an mann til þess að sölsa undir sig land hans og vissi vel að sá hafði ekki afl við fólskan víking og einnig að „enginn kæmi honum til hjálpar“ (67). En Úlfar, bóndi sá sem hér var drepinn – honum tókst þó að koma sári á Þórólf sem skemmdi fót hans – rétt svo sem mak- legt var. Hverjum sem þetta hefur í huga verður erfitt að snökta yfir „fórnarlambi eineltis“ í þessari sögu. Þegar kemur að afdrifaríkum kulda í samskiptum við soninn Arnkel þusar draugsi hundfúll um að hann hafi þó verið skárri faðir en hans faðir sínum syni (ekki barði ég hann!), og eigi því ekki skilið fjandskap hans og fyrirlitningu. En tætir sjálfur niður viðleitni sína til að koma allri sök yfir á Arnkel með því að segja frá því að þennan ambáttarson lét hann frá sér í fóstur sem fyrst og gaf engan gaum síðan að uppvexti hans. Þannig mætti áfram telja: kaldranaleg sambúð við eig- inkonur, banvæn barátta hans fyrir því að svínbeygja son sinn – allt kemur frá honum sjálfum, gerist að hans frum- kvæði. Við mætti bæta, að allt tengist þetta þeim mafíósamóral sem svífur undir og yfir – en valið er hans og þar með sök. Svipað má segja um það sjálfs- mat draugsa að hann hafi ekki verið sér- lega grimmur víkingur og „sanngjarn og mildur húsbóndi“ (104) þrælum sínum. Þær ályktanir æpa rammfalskar á lesandann sem rétt áður las hans eigin frásagnir um hrottalegar aðferðir vík- inga við að skapa þann ótta sem allri andspyrnu við þá eyðir og svo um grimmar hýðingar á búi Þórólfs. Sjálfs- hól hans er líka undanfari þess, að frá því segir hvernig Þórólfur teflir þrælum sínum til illvirkja sem kosta þá sjálfa lífið. Það er laglega frá þessu misræmi gengið í sögunni. Afturgangan getur ekki tekið eftir því vegna þess, að Þór- ólfur bægifótur er, eins og hann er lang- ur til, sokkinn í þá sekt og sök sem kona hans gat um í endurliti þeirra úr draugaheimum: Hann mun aldrei hugsa um það hvað öðrum líður, hann mun aldrei setja sig í annarra spor. Hann er gegnheill í sjálfhverfu sinni. Hann upp- sker með allt að því biblíulegri rökfestu svo sem hann hefur til sáð: allt sem hann gerir sér til fremdar snýst í hönd- um hans, maður verður honum aldrei
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.