Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 137
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 137
ur jarðar og þar. Ljóð hans um tré og
skóga bera vott um aðdáun hans á þol-
gæði, þolinmæði og þrautseigju. Þau
vitna um lotningu hans fyrir styrk þess
lífs sem kann á tilteknu augnabliki að
virka viðkvæmt og varnarlaust, en getur
þolað erfiðan biðtíma, staðið af sér
myrkur og kulda. Vangaveltur hans um
leyndardóma vaxtarins eru lýsandi fyrir
áhuga hans á hinum duldu möguleikum
tilverunnar, því stórfenglega sem ekki
blasir við á yfirborðinu.
Hugleiðingar Sigurðar um gróður og
vöxt tengjast líka trú hans á endurnýj-
unarmáttinn í lífinu, trú hans á að frjó
og óþvinguð hugsun geti fært okkur
frelsi og gert okkur kleift að hefja okkur
upp yfir aðstæður okkar, skorður og
takmarkanir. Að hægt sé að byrja að
nýju, slíta fjötrana, komast upp úr
farinu, endurmeta og endurskapa. Í
ljóðinu Verk í vinnslu í bókinni Ljóð-
orkulind talar skáldið um að okkur hafi
ekki verið ætlað að vera heldur verða og
að svo lengi sem við séum á lífi séum
við aldrei lokagerðin af okkur sjálfum
heldur uppdráttur, drög, verk í vinnslu.
Þótt lífsafstaða Sigurðar Pálssonar og
gildismat skíni í gegnum skáldskap hans
er ljóðlist hans engu að síður vitaskuld
fyrst og fremst ljóðlist. Hún er ekki
neins konar lífsspeki, kenningakerfi,
hugmyndafræði þar sem innra sam-
ræmis gætir. Góð ljóðlist er í eðli sínu
einhvers konar viðbrögð við því sem
leitar á skáldið hverju sinni, háð stað og
stund. Þess vegna rúmar hún andstæðar
kenndir, öfgar í ólíkar áttir rétt eins og
sálarlíf manneskjunnar.
Skilaboð
Í ljóðinu Brotasýn í bókinni Ljóð orku-
svið notar Sigurður orðið skilaboð um
skáldskap sinn og það er vel við hæfi.
Það fer nefnilega ekki dult að hann á
brýnt erindi við lesandann. Segja má að
Sigurður sé ófeiminn við ákveðna
boðun í verkum sínum. Sá þáttur er
nokkuð áberandi í Ljóðorkubókunum.
Skáldið vill miðla visku, sýn, lærdómi,
skilningi. Á bak við ögun listamannsins
finnur maður fyrir tilfinningahita og
ákafa þess sem liggur eitthvað á hjarta,
er mikið niðri fyrir. En skilaboð Sigurð-
ar eru langt frá því að vera einhvers
konar áróður, innræting eða mötun.
Hann er ekki að hamra á neinum viður-
kenndum sannindum. Innihald skila-
boðanna er frekar eitthvað sem kalla má
ögrun, brýningu, hvatningu. Sigurður
er nefnilega í raun andófsmaður. Skila-
boð hans fela í sér andóf gegn ýmsum
viðhorfum og sjónarmiðum sem eiga
upp á pallborðið nú á tímum. Andóf
gegn þeim hugsunarhætti að tómhyggja,
virðingarleysi og bölsýni séu nánast
dyggðir, votti um skarpskyggni og hug-
rekki. Lífsfögnuðurinn aftur á móti
vitni um einfeldni, barnalega óskhyggju.
Slíkan hugsunarhátt hefur Sigurður
Pálsson kallað afhelgunarskylduna.
Skáldskapur hans er uppreisn gegn
afhelgunarskyldunni:
Að finna fyrir gleði
í hverjum andardrætti
Það er eina alvarlega skyldan
í lífinu
(um dauðann fullyrði ég ekkert)
Endurtek þessa helgun
á tímanum
í miðri afhelgunarskyldunni
(Ljóðorkusvið, bls. 23).
En fagnandi vitund hefur afar sterka
sorgarvitund, eins og skáldið minnist á.
Sigurður yrkir eins og sá sem gerir sér
fulla grein fyrir takmörkuðu hlutskipti
mannsins hér á jörðinni, að allt fölnar,
missir ljóma sinn, orkan víkur fyrir
þreytu, vaninn sljóvgar, flest er ófull-