Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 137

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 137 ur jarðar og þar. Ljóð hans um tré og skóga bera vott um aðdáun hans á þol- gæði, þolinmæði og þrautseigju. Þau vitna um lotningu hans fyrir styrk þess lífs sem kann á tilteknu augnabliki að virka viðkvæmt og varnarlaust, en getur þolað erfiðan biðtíma, staðið af sér myrkur og kulda. Vangaveltur hans um leyndardóma vaxtarins eru lýsandi fyrir áhuga hans á hinum duldu möguleikum tilverunnar, því stórfenglega sem ekki blasir við á yfirborðinu. Hugleiðingar Sigurðar um gróður og vöxt tengjast líka trú hans á endurnýj- unarmáttinn í lífinu, trú hans á að frjó og óþvinguð hugsun geti fært okkur frelsi og gert okkur kleift að hefja okkur upp yfir aðstæður okkar, skorður og takmarkanir. Að hægt sé að byrja að nýju, slíta fjötrana, komast upp úr farinu, endurmeta og endurskapa. Í ljóðinu Verk í vinnslu í bókinni Ljóð- orkulind talar skáldið um að okkur hafi ekki verið ætlað að vera heldur verða og að svo lengi sem við séum á lífi séum við aldrei lokagerðin af okkur sjálfum heldur uppdráttur, drög, verk í vinnslu. Þótt lífsafstaða Sigurðar Pálssonar og gildismat skíni í gegnum skáldskap hans er ljóðlist hans engu að síður vitaskuld fyrst og fremst ljóðlist. Hún er ekki neins konar lífsspeki, kenningakerfi, hugmyndafræði þar sem innra sam- ræmis gætir. Góð ljóðlist er í eðli sínu einhvers konar viðbrögð við því sem leitar á skáldið hverju sinni, háð stað og stund. Þess vegna rúmar hún andstæðar kenndir, öfgar í ólíkar áttir rétt eins og sálarlíf manneskjunnar. Skilaboð Í ljóðinu Brotasýn í bókinni Ljóð orku- svið notar Sigurður orðið skilaboð um skáldskap sinn og það er vel við hæfi. Það fer nefnilega ekki dult að hann á brýnt erindi við lesandann. Segja má að Sigurður sé ófeiminn við ákveðna boðun í verkum sínum. Sá þáttur er nokkuð áberandi í Ljóðorkubókunum. Skáldið vill miðla visku, sýn, lærdómi, skilningi. Á bak við ögun listamannsins finnur maður fyrir tilfinningahita og ákafa þess sem liggur eitthvað á hjarta, er mikið niðri fyrir. En skilaboð Sigurð- ar eru langt frá því að vera einhvers konar áróður, innræting eða mötun. Hann er ekki að hamra á neinum viður- kenndum sannindum. Innihald skila- boðanna er frekar eitthvað sem kalla má ögrun, brýningu, hvatningu. Sigurður er nefnilega í raun andófsmaður. Skila- boð hans fela í sér andóf gegn ýmsum viðhorfum og sjónarmiðum sem eiga upp á pallborðið nú á tímum. Andóf gegn þeim hugsunarhætti að tómhyggja, virðingarleysi og bölsýni séu nánast dyggðir, votti um skarpskyggni og hug- rekki. Lífsfögnuðurinn aftur á móti vitni um einfeldni, barnalega óskhyggju. Slíkan hugsunarhátt hefur Sigurður Pálsson kallað afhelgunarskylduna. Skáldskapur hans er uppreisn gegn afhelgunarskyldunni: Að finna fyrir gleði í hverjum andardrætti Það er eina alvarlega skyldan í lífinu (um dauðann fullyrði ég ekkert) Endurtek þessa helgun á tímanum í miðri afhelgunarskyldunni (Ljóðorkusvið, bls. 23). En fagnandi vitund hefur afar sterka sorgarvitund, eins og skáldið minnist á. Sigurður yrkir eins og sá sem gerir sér fulla grein fyrir takmörkuðu hlutskipti mannsins hér á jörðinni, að allt fölnar, missir ljóma sinn, orkan víkur fyrir þreytu, vaninn sljóvgar, flest er ófull-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.