Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 65
I. Árferði og almenn afkoma.
ÁrferSi var yfirleitt óhagstætt nema þrjá fyrstu mánuðina og í des-
ember. Hiti var 0,4° undir meðallagi. Sjávarhiti við strendur landsins
var 0,4° undir meðallagi. Úrkoma var 10% innan við meðallag. Sólskin
mældist 1284 klst. í Reykjavík, eða 35 klst. umfram meðallag. (öll
meðaltöl miðuð við árin 1931—1960).
Veturinn (des.—marz) var mjög hagstæður. Hiti var 0,7° yfir með-
allag.
Vorið (apríl—maí) var óhagstætt. Hiti var 0,7° undir meðallagi.
Sumarið (júní—sept.) var óhagstætt nema fyrsti mánuðurinn. Hiti
var 1,4° undir meðallagi.
Haustið (okt.—nóv.) var óhagstætt, er á leið. Hiti var 1,6° undir
meðallagi.1)
Árið 1963 var þjóðarbúskapnum fremur hagstætt. Þjóðarframleiðsla
jókst verulega frá árinu áður, og er áætlað, að aukningin hafi numið
7,1%. Mikil ókyrrð ríkti á vinnumarkaði, og á árinu urðu miklar launa-
°g verðlagshækkanir. Mun láta nærri, að laun flestra stétta hafi hækk-
að um 30% frá ársbyrjun til ársloka og raunar laun opinberra starfs-
inanna og nokkurra annarra stétta mun meira. Launahækkanirnar urðu
í þrem hviðum, í ársbyrjun, um mitt árið og í árslok að afstöðnu tíu daga
verkfalli, sem var eitt hið víðtækasta, sem orðið hefur og mun hafa náð
til rúmlega 20 þúsund launþega.
Heildarmagn fiskaflans minnkaði nokkuð frá árinu áður, eða um 6 %.
En hagstæðari tegundaskipting aflans samfara hærra vinnslustigi og
bagstæðari verðlagsþróun erlendis varð til þess, að framleiðsluverðmæti
sjávarafurða jókst um 8,5%. Almenn aukning eftirspurnar varð á
innlendum markaði. Einkum varð mjög mikil aukning fjárfestingar.
Voru því almenn skilyrði til framleiðsluaukningar í flestum greinum.
Vegna erfiðs árferðis í landbúnaði rýrnaði þó framleiðsla í þeim atvinnu-
yegi nokkuð. Iðnaðarframleiðsla fyrir innlendan markað mun hafa
aukizt um 9% á árinu. Afkoma einstakra iðnaðargreina var mjög mis-
1) Tekið upp úr Veðráttan 1963, ársyfirliti sömdu á Veðurstofu lslands.