Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 152
Flateyrar. Hér hefur verið haldið uppi tómstundastarfi fyrir unglinga
í vetur.
Hofsós. Pélagsheimili hefur verið í byggingu í mörg ár, en lítið
gengið. Samkvæmisbragur hefur farið mjög batnandi undanfarin ár,
minna um illindi og ólæti.
ólafsfj. 1 héraðinu er nýtt félagsheimili, mjög hreinlegt og vel útlít-
andi. Félagslíf er yfirleitt ekki mjög mikið. Iþróttir eru lítið iðkaðar,
nema skíða- og skautaíþróttir eru nokkuð iðkaðar á veturna.
Dalvíkur. Hafin var á Dalvík bygging íþróttahúss, allt að því 1000
fermetrar að grunnfleti.
Grenivíkur. Dauft er yfir íþróttalífi, enda aðstæður ekki góðar.
Þórshafnar. Félagsheimilið er ágætt, svo langt sem það nær. Um-
gengni þar eftir atvikum sæmileg.
Eskifj. Ný sundlaug opnuð á Eskifirði.
Kirkjubæjar. Samkomustaðir allir ófullkomnir og ófrágengnir, fé-
lagslíf afar dauft, fátt er um leiðandi menn í héraðinu.
8. Framfarir til almenningsþrifa.
Akranes. Haldið var áfram að steypa götur bæjarins. 1 undirbúningi
er sokkaverksmiðja á Akranesi og verið að ganga frá húsnæði fyrir hana
og setja niður vélar.
ólafsvíkur. Vegagerð var hafin og lokið á árinu fyrir Ólafsvíkur-
enni, og er það ómetanlegt fyrir samgöngur. Er þetta 1,2 km vegur, en
sprengja og ryðja þurfti 150000 m3 af bergi og grjóti, og tel ég, að
vera þurfi á verði og athuga um varnir á veginum gegn hruni og þó
einkum snjóflóðum (þök) á 3 stöðum á ytri hluta vegarins.
Patreksfj. Haldið var áfram vinnu við dýpkun Patrekshafnar og
uppgröfturinn notaður til gatnagerðar meðfram sjónum. Gamli barna-
skólinn, sem var byggður 1910, var innréttaður að nýju fyrir skrif-
stofur Patrekshrepps og héraðsbókasafn. Hafin var bygging nýs íbúða-
hverfis á svonefndu Nýjatúni og lögð þar ný gata 350 m löng ásamt
vatns- og skolplögn. Unnið er að byggingu nýs heimavistarbarnaskóla
í Tálknafirði og verður sennilega lokið fyrir næstu aldamót með sama
áframhaldi. Einnig er um það bil lokið byggingu kirkju í Breiðavík.
Hraðfrystihús og fiskimjölsverksmiðja tóku til starfa á árinu eftir
gagngerar endurbætur og breytingar.
Bolungarvíkur. Lokið við 6 íbúðarhús, og eru auk þess 19 í smíðum.
Nýbyggingar, aðrar en íbúðarhús: Vigtarhús með almenningsbaðklef-
um, steypusmíðahús, efnalaug í kjallara íbúðarhúss, Vélsmiðja Bol-
ungarvíkur allverulega stækkuð, lokið við smíði síldar- og fiskimjöls-
verksmiðju, hafin bygging nýs barna- og unglingaskóla, í sambyggingu
komið upp 24 myndarlegum verbúðum við innri hluta hafnarinnar, en
3 fornar sjóbúðir jafnaðar við jörðu. Haldið áfram með endurbætur á
brimbrjótnum og dýpkun hafnarinnar. Við útþenslu byggðarlagsins
hafa götur verið ruddar, en aðalgata bæjarins er í afleitu ástandi.