Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 86
1963
— 84 —
áherzla á að bólusetja, auk veiklaðra einstaklinga, starfshópa við mikil-
vægustu starfsgreinar byggðarlagsins. Inflúenzutilfellin urðu alls 35
í öllu héraðinu að þessu sinni, og er varla hægt að ímynda sér annað
en að hin tiltölulega víðtæka bólusetning hafi átt einhvern þátt í því,
að veikin breiddist ekki meira út. Þó virðist mér ýmislegt benda til
þess, að fólk hér hafi ekki almennt verið mjög næmt fyrir faraldri
þessum.
Þingeyrar. Kom upp í febrúar og stóð fram í maí, með allháum hita,
helzt í fullorðnum.
Bolungarvíkur. 1 apríl kom inflúenza, sem stanzaði fljótt, sennilega
vegna almennrar bólusetningar á vinnustöðum.
Hofsós. Faraldur hófst um miðjan marz, breiddist hratt út og stóð
fram í miðjan apríl. Bólusettir voru um 300 manns. Talsvert háði það
bólusetningu, að ekki fékkst nóg bóluefni í byrjun, en þó fengu allir,
er þess óskuðu, bólusetningu að lokum.
Akureyrar. Inflúenza barst hingað síðast í febrúar og náði hámarki
í marz og var að telja mátti hjá liðin fyrir miðjan apríl. Gekk hratt
yfir og tók menn ekki jafnalmennt og oft áður, enda var mikið um
ónæmisaðgerðir, og virtust þær draga verulega úr útbreiðslu, ef hægt
var að gera þær í tæka tíð og láta hvern mann fá 2 sprautur með minnst
y2 mánaðar millibili. Var tiltölulega væg.
Breiðumýrar. Gekk í héraðinu í marz og apríl.
Þórshafnar. Byrjaði að gera vart við sig í febrúar, en gekk yfir í
marz.
Austur-Egilsstaóa. Enginn faraldur á árinu.
Eskifj. Svokölluð „Asíuinflúenza" gekk yfir landið í apríl—maí.
Bólusett var gegn þessum faraldri, alls um 500 manns. Tel ég, að mjög
góður árangur hafi fengizt.
Búóa. Barst í héraðið í marzmánuði. Allmargir voru bólusettir.
Margir fengu væg inflúenzueinkenni á fyrsta sólarhring eftir bólu-
setninguna og bólguþrota á stungustað, en hitt mátti telja til undan-
tekninga, að bólusettir tækju sóttina. Þannig var árangur bólusetn-
ingarinnar mjög góður.
Djúpavogs. Inflúenza tafði nokkuð kennslu í barnaskólum í marz og
apríl.
Hafnar. Inflúenza í marz—maí, væg.
Víkur. Kom á 3 bæi í Mýrdalnum, en breiddist ekki út. Allmargir
bólusettir, m. a. allir nemendur og kennarar Skógaskóla. Virtist gefa
góða raun.
Hellu. Faraldur barst í héraðið í febrúarmánuði og náði hámarki í
marzmánuði.
Laugarás. Geisaði í héraðinu í ársbyrjun og náði hámarki í marz. Var
mjög þung á sumum heimilum. Nálægt 500 manns voru sprautaðir
með inflúenzubóluefni (A og B stofn). Árangur var ágætur, en að-
gerðirnar hafnar fullseint.