Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 199
— 197
1963
svokallaðri plastiskri aðgerð til þess að losa hann við verkina. E. fór svo
aftur til Skotlands til Dr. Seex í nóv. 1960. Dr. Seex taldi nú ekki að svo
nánari rannsókn, að gera þyrfti áður nefnda aðgerð, en rétti í þess stað nefið
enn betur eftir nefbrotið og gekk svo frá, að göngin upp í ennisholu væru
opin. Eftir heimkomuna var ekki um hata að ræða. Höfuðkvalimar héldu
áfram og voru oft óbærilegar. Lét ég hann nú ganga til mín í B-vítamín-
sprautur vikum saman, og einnig fékk hann infrarautt ljós á ennið. Fór svo
að lokum, eftir að þetta var endurtekið aftur og aftur, að sæmilegur bati
fékkst, og fór hann aftur að vinna 1. maí 1961.
Allan tímann frá 22. apríl 1959, er E. slasaðist, þar til 1. maí 1961, er
hann fór að vinna aftur, var hann óvinnufær. Þoldi hann oft á þessu tíma-
bili miklar og óbærilegar kvalir, einkum í höfði, en einnig háðu honum
lengi meiðslin í hnénu. Dag og dag reyndi hann að vinna, en var ekki fær
til þess. Hann hefur ekki enn náð fullri heilsu, en er þó vinnufær. Oft eru
verkir í enni og stirðleiki og þrautir í hnénu.“
8. Á bæjarþingi Kópavogs 26. september 1962 er eftirfarandi bókað eftír
• •. (A) [fyrr nefndum sérfræðingi í háls-, nef- og eymasjúkdómum]:
„Vitnið segir aðspurt, að veikindi stefnanda frá í apríl 1959 og til 1. maí
1961 megi að mestu leyti rekja til áverka, sem hann hlaut i apríl 1959. Enn
fremur segir vitnið aðspurt, að stefnandi hafi eigi verið orðinn albata i apríl
1959, er hann varð fyrir þeim áverkum, er mál þetta er risið af. Vitnið
segir, að við áverkana í apríl 1959 hafi eyðilagzt læknisaðgerðir, sem gerðar
höfðu verið á stefnanda fyrir þarm tíma. Aðspurt kveður vitnið, að stefn-
andi sé ekki í dag kominn til fullrar heilsu. Vitnið kveður og aðspurt, að
áverkamir, sem stefnandi hlaut í apríl 1959, hafi eigi valdið öðrum skaða
en þeim að eyðileggja með öllu þær læknisaðgerðir sem framkvæmdar höfðu
verið á stefnda (sic) fyrir þann tima, er hann hlaut áverkana.11
9. Með bréfi, dags. 1. september 1965, beinir Ingi Ingimundarson hæsta-
réttarlögmaður eftirfarandi spumingum til . . . (B), sérfræðings í háls-,
nef- og eymasjúkdómum.
„1. Var þess þörf, að E. J. E. færi til Skotlands, eða vom skilyrði til þess
hér á landi að framkvæma á honum þá aðgerð, sem á honum var gerð þar
af dr. Ian M. Seex í maí 1959, eftir að hann hafði hlotið áverka þá, er í
málinu greinir?
2. Vom skilyrði til þess hér á landi að veita nefndum E. þá læknismeð-
ferð, sem skýrt er frá, að hann hafi fengið í Skotlandi í nóvember 1960
skv. vottorði . . . (A) [fyrr nefnds sérfræðings í háls-, nef- og eymasjúk-
dómmn] ?
3. Skv. vottorði dr. Ian M. Seex frá 22. ágúst 1960 kvartar E. J. E. yfir
stöðugum verk í enninu hægra megin, og telur dr. Seex, að hann þjáist af
króniskri bólgu í ennisholu hægra megin.
Hvað verður ráðið af þessum læknisfræðilegu gögnum, sem fyrir liggja
í málinu, um orsakasamband milli áverkanna 22. apríl 1959 og þessarar