Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 201
— 199 —
1963
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun lœknaráSs:
Spurningum þeim, sem Ingi Ingimundarson hrl. beindi til . . . (B) [sér-
fræðings í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum] verði svarað á eftirfarandi hátt:
Ad 1. Læknaráð telur, að unnt hefði verið að framkvæma hér á landi
aðgerð þá, sem gerð var á E. J. E. í maí 1959. Hins vegar telur ráðið, að
ekki hafi verið óeðlilegt, að E. J. E. hafi verið vísað aftur til þess læknis,
sem þegar hafði gert aðgerð á nef-ennisholugöngum hans, til þess að lækna
kroniska ennisholubólgu, sem talin var valda höfuðverk E. J. E.
Ad 2. Sjá svar við 1.
Ad 3. Ekkert með vissu.
Ad 4. Læknaráð telur ekki ólíklegt, að E. hafi verið óvinnufær þann
tíma, sem í málinu greinir, en getur ekki tjáð sig um, að hve miklu leyti
ovinnuhæfnin hafi verið afleiðing af áverkum og að hve miklu leyti vegna
langvinnrar ennisholubólgu, sem hafði þjáð E. fyrir slysið.
Ad 5. I hréfi dr. Seex, dags. 2. febrúar 1959, gerir hann ráð fyrir þeim
möguleika, að aðgerð sú, er hann framkvæmdi í janúar 1959, kunni að verða
ofullnægjandi og ennisholubólgan kunni að taka sig upp aftur. Læknaráð
getur fallizt á þessa skoðun dr. Seex.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 9. desember 1965,
staðfest af forseta og ritara 29. s. m. sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi Hæstaréttar 18. febrúar 1966 var stefndi, Þ. S. G-son, sýknaður
af kröfum gagnáfrýjanda, E. J. E-sonar, en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti
látinn falla niður.
Aðaláfrýjanda, Á. E-syni, var gert að greiða gagnáfrýjanda, E. J. E-syni, kr. 127.482,89
með vöxtum frá 1. janúar 1961 til greiðsludags og samtals kr. 35.600,00 i málskostnað i
héraði og fyrir Hæstarétti.
n/i»«5.
Ármann Kristinsson, sakadómari í Reykjavík, hefur með bréfi, dags. 9.
desember 1965, leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæruvald-
ið gegn A. H-syni.
Málsatvik eru þessi: <
Árla morguns sunnudaginn 22. ágúst 1965, milli kl. 4 og 5, lagði ákærði
1 máli þessu, A. H-son verzlunarmaður, . . ., Reykjavík, eld í skúrbyggingu
^ið ibúðarhúsið nr. . . við . . . götu í Reykjavík, og urðu einkum skemmdir
a vörum, sem geymdar voru í skúmum. Voru þær metnar á kr. 60.000.00.
Undir rannsókn málsins var óskað geðheilbrigðisrannsóknar á ákærða,
°g framkvæmdi hana Þórður Möller yfirlæknir. Álitsgerð hans er dagsett
U. nóvember 1965 og hljóðar svo:
„Öskað er eftir rannsókn á geðheilbrigði A. H-sonar vegna eldsvoða á