Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 89
87 —
1963
Þórshafnar. Mislingar bárust í héraðið í apríl. Alls veiktust í hér-
aðinu 80 manns. Enginn dó, en bóndi á fimmtugsaldri varð mjög langt
leiddur.
BaJckagerðis. Komu á nokkur heimili í janúarmánuði. Margir vörðu
sig, og varð ekki almennur faraldur úr þessu, og lagðist veikin létt á
þá, sem hana fengu.
Seyðisfj. Faraldur í apríl og maí. Var allt að 100% smitun í 2 yngstu
bekkjum barnaskólans. Fylgikvillar fáir.
Eskifj. Faraldurinn, sem gekk á síðast liðnu ári, náði fram í maí á
þessu ári. Engir alvarlegir fylgikvillar. Gamma-globulin gefið sem áður
Með góðum árangri.
Búða. Gengu hér mánuðina apríl, maí og júní. Margir óskuðu eftir
að fá mislinga-serum, og gafst það oftast vel.
Djúpavogs. Bárust tvisvar inn í héraðið, en breiddust ótrúlega
lítið út.
Víkur. Faraldur sá, er hófst í október 1962, entist út marzmánuð.
Hellu. Mislingar gerðu nokkuð vart við sig í febrúar—marz.
Laugarás. Mislingar, sem komu upp í desember 1962, voru að stinga
sér niður fram í aprílmánuð. Ónæmisaðgerðir í byrjun þess faraldurs
gáfu einnig góða raun.
Eyrarbaklca. Gengu frá febrúar til apríl. Tóku flesta þá, sem ekki
höfðu sýkzt fyrri, sem ekki voru margir.
Hafnarfj. Gengu á fyrsta ársfjórðungi, framhald af faraldri fyrra
ars- Flestir sjúklinganna á barns- eða unglingsaldri.
Kópavogs. Byrjuðu í janúar, en flest tilfelli í marz og apríl, voru
vægir, og ekki bar á fylgikvillum.
17. Akureyrarveiki (morbus Akureyrensis),
Töflur II, III og IV, 17.
1962 1963
Sjúkl...................... „ 1
Dánir ..................... „ „
Tilfelli þetta var skráð í Reykjavík, en engar upplýsingar eru um það,
°g ekki var óskað veirurannsóknar á Keldum.
18. Hvotsótt (096.5 myitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 18.
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Sjúkl. 100 214 143 967 337 158 277 178 128 67
Dánir it a i, ,, ,, ,, „ „ „ „