Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 87
— 85
1963
EyrarbakJca. Byrjaði í febrúar og óx óðfluga, með hámarki í apríl.
Pjöldi fólks sýktist. Fátt um fylgikvilla.
Hafnarfj. Barst hingað í febrúarmánuði. Náði hámarki í marz. Virt-
ist þessi faraldur meðalþungur.
15. Meng-isbólga (meningitis).
Töflur II, III og IV, 15a, b og c.
a. Af völdum mengiskokka (057 men. meningococcica).
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Sjúkl. 12 9 76 22 51 35 31 34 41 29
Dánir 1411133377
b. Af völdum annarra baktería (340 men. bacterialis alia).
1962 1963
Sjúkl....................... 19 14
Dánir ...................... 2 1
c. Ekki af völdum baktería (non-bacterialis (serosa)).
1962 1963
Sjúkl...................... 27 20
Stykkishólms. Fimm ára drengur. Einkenni hnakkastirðleiki, hiti
UPP í 40,5 stig, apathia, petechiae, dehydratio. Fékk góðan bata af
Penisillíni og súlfa í stórum skömmtum.
Meningitis serosa virtist ganga sem faraldur í október og nóv-
ember. Enginn sjúklingur var mænustunginn, en einkennin, sem
dsemt var eftir, voru höfuðverkur, hnakkastirðleiki, ógleði, uppköst og
hiti, sem hafði tilhneigingu til að verða langdreginn, stóð oft 6—7 daga
hsegt lækkandi. Ekki þorðum við annað en gefa flestum þessara sjúk-
hnga antibiotica, oftast chloromycetin. Sjúklingarnir voru lengi að jafna
sig, höfðu slen, höfuðverk og fleiri óþægindi oft vikum saman eftir
veikina.
Breiöumýrar. 16 ára gömul stúlka fékk meningitis purulenta upp úr
inflúenzu. Varð aldrei alveg hitalaus á milli. Var flutt á sjúkrahús og
batnaði þar.
NorÖur-Egilsstaða. Meningitis meningococcica fengu tvær telpur,
önnur um ársgömul, en hin á 3ja ári. Báðar urðu þær talsvert mikið
veikar og með meningococcaemia (petechiae), en batnaði báðum fljótt
°g vel við lyfjagjöf.