Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 170
1963
— 168 —
Fundus: papilhir og fundus eðlil.
Sjónsvið er eðlilegt.“
Málið er lagt fyrir lœknaráS á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um, hver sé örorka frú Ó. H-dóttur af völdum slyss-
ins 6. janúar 1960.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis, dags.
4. janúar 1963.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 22. desember
1964, staðfest af forseta og ritara 22. febrúar 1965 sem álitsgerð og úrskurð-
ur læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 11. júni 1965 var stefndu, Samvinnu-
tryggingum, gert að greiða stefnanda, Ö. H-dóttur, kr. 110.784,88 auk vaxta frá 6. janúar
1960 til greiðsludags og kr. 17.000,00 í málskostnað. Áður en dómur gekk, hafði stefnda
fengið greiddar kr. 85.000,00. Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
2/1965.
Yfirborgardómari í Reykjavík befur með bréfi, dags. 10. janúar 1964,
skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur 9. s. m., leitað um-
sagnar læknaráðs í málinu nr. 1255/1960: Dánarbú J. G-sonar gegn Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund.
Málsatvik eru þessi:
J. G-son, . . .meistari, sem andaðist 21. júlí 1960, síðast til heimilis að
. .., Kópavogi, hefur í skýrslu, sem lögð var fram á bæjarþingi Reykjavík-
ur 5. apríl 1960, lýst málsatvikum svo, að hann hafi hinn 28. febrúar 1952
orðið fyrir slysi, er sprenging varð í ketilhúsi Elliheimilisins Grundar í
Reykjavik. Kveðst hann við sprenginguna hafa skollið upp að vegg, misst
meðvitund og hlotið áverka á höfði.
Stefndi mótmælir því, að slysið hafi orðið við sprengingu, og telur, að J.
heitinn muni hafa fengið aðsvif og hlotið meiðsli við það.
í málinu liggur fyrir læknisvottorð . . ., sérfræðings í augnsjúkdómum,
dags. 29. júní 1959, þar sem hann kveður sér ekki kunnugt um annað en
J. heitinn hafi „alltaf verið heilsugóður og laus vrið alla veiklun" fyrir slysið.
1 maí 1953 fór J. heitinn G-son til Kaupmannahafnar og var lagður inn
á taugasjúkdómadeild Ríkisspítalans. Þar var hann til rannsóknar um skeið
og síðan á ný á árinu 1954.
Hér fer á eftir útdráttur úr sjúkraskrá Ríkisspítalans: