Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 208
1963
— 206 —
1965, staðfest af forseta og ritara 29. s. m. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Með dómi sakadóms Reykjavíkur 21. febrúar 1966 var ákærði dæmdur til að
sæta öryggisgæzlu.
»/1005.
Hæstiréttur hefur með bréfi, dags. 17. desember 1965, skv. úrskurði,
kveðnum upp í Hæstarétti s. d., leitað umsagnar læknaráðs í hæstaréttar-
málinu nr. 121/1964: Ákæruvaldið gegn B. B-dóttm-.
Forsendur úrskurðar Hæstaréttar hljóða svo:
„f máli þessu hefur verið lagt fram bréf saksóknara ríkisins, dags. 19.
marz 1965, til próf. Jóns Steffensens og svarbréf prófessorsins, dags. 15.
apríl 1965. Að tilhlutan saksóknara ríkisins var málið lagt fyrir læknaráð
þann veg, að beiðzt var svars við eftirfarandi spurningu: Fellst læknaráð
svör Jóns Steffensens prófessors í bréfi hans, dagsettu 15. apríl 1965, eða
telur það önnur svör réttarí og þá hver? f ályktun læknaráðs, dags. 5. nóvem-
ber 1965, segir:
„Læknaráð fellst á svör prófessors Jóns Steffensens í bréfi hans, dags. 15.
apríl 1965, að öðru leyti en því, að erfitt er að setja „örugg“ mörk um líf-
fræðilegar mælingar.“
í læknaráðsúrskurði nr. 6/1960 segir m. a. svo í ályktun læknaráðs:
„Þá her og að taka tillit til annarra reducerandi efna í blóðinu, sem mæl-
ast sem alkóhól, en eru það ekki. Enda þótt þeirra gæti almennt svo lítið,
að litlu máli skipti, þá sýnist sjálfsagt að reikna með þeim, þar sem svo
glöggt er ástatt sem hér.
f bók réttarlæknisfræðinganna H. Elbel og F. Schleyer (Der Blutalkohol,
Stuttgart 1956) um þessi efni er á bls. 9 tekið fram, að „eðlileg“ reducerandi
efni blóðsins nemi 0,03%0“.
1 greindu bréfi próf. Jóns Steffensens, dags. 15. apríl 1965, og ályktun
læknaráðs frá 5. nóvember 1965 kemur ekki skýrt fram, hvort auk hugsan-
legrar mælingarskekkju sé tekið tillit til annarra reducerandi efna í blóð-
inu, þegar öryggismörkin 0,10%o eru ákveðin til frádráttar því vinanda-
magni, sem rannsókn leiðir í ljós. Þykir þvi rétt með skírskotun til 1. og
2. mgr. 2. gr. laga nr. 14/1942 að æskja umsagnar læknaráðs um þetta efni.“
Áður en réttarmáladeild tók afstöðu í málinu, var prófessor Jón Steffen-
sen kvaddur til viðræðna um framan greind atriði.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun lœknaráZs:
1 bréfi próf. Jóns Steffensen, dags. 15. apríl 1965, og ályktun læknaráðs
frá 5. nóvember 1965 var einungis átt við hugsanlega mælingarskekkju, en