Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 180
1963
— 178 —
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun lœknaráSs:
Útilokun vamaraoila. Y., frá faðemi mnrædds bams skv. niðurstöðum
blóðrannsókna byggist á því, að Rh-eiginleikinn E, sem fannst í blóði bams-
ins, fannst hvorki hjá móður þess né vamaraðila. Fyrir kemur þó, að Rh-
eiginleiki — ekki sízt E — sé svo lítið áberandi, að erfitt sé að greina hann.
Þykir vafasamt, að enn sé fengið nægilegt öryggi í greiningu ýmissa þátta
Rh-kerfisins, til þess að útilokun faðernis skv. rannsóknamiðurstöðu varð-
andi einn einstakan Rh-eiginleika geti talizt hafa jafn sterkt sönnunargildi
og útilokun skv. ABO eða MN flokkunum.
Samkvæmt þessu er hugsanlegt, að annaðhvort móðir eða vamaraðili
hafi eiginleikann E í svo veikum mæli, að ekki hafi tekizt að finna hann,
og því er ekki með öllu útilokað, að vamaraðili geti verið faðir umrædds
barns.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 11. marz 1965,
staðfest af forseta og ritara 4. júní s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 30. desember 1965 var vamaraðili Y.
sýknaður af kröfum sóknaraðila. Málskostnaður kr. 5.000,00 til skipaðs talsmanns sóknar-
aðila skyldi greiðast úr ríkissjóði, en að öðru leyti var málskostnaður látinn falla niður.
4/1965.
Yfirborgardómari í Reykjavík hefir með bréfi, dags. 19. janúar 1965,
samkvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur 28. desember
1964, leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 2494/1964: G. P-son gegn
fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs.
Málsatvik eru þessi:
Stefnandi máls þessa, G. P-son húsgagnasmiður, . . ., Reykjavík, f. . •
apríl 1903, skýrir svo frá, að hann hafi hlotið varanlega örorku af völdum
geislunar, sem hann fékk, einkum á hægri hönd, hjá Geislalækningastofu
ríkisins og Röntgendeild Landspítalans á ámnum 1927 til 1932, að báðum
árum meðtöldum.
1 málinu liggur fyrir vottorð Röntgendeildar Landspítalans, dags. 19.
október 1962, undirritað af Kolbeini Kristóferssyni deildarlækni, svo hljóð-
andi:
„Samkv. joumölum radixunstofunnar og Röntgendeildar Landspitalans
hefir G. P-son fengið eftirfarandi geislanir: