Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 209
ekki tekiS tillit til „eðlilegra“ reducerandi efna blóðsins, er numið geta
0,03%o, sbr. læknaráðsúrskurð nr. 6/1960.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 27. desember
1965, staðfest af forseta og ritara 29. s. m. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Sjá mál nr. 6/1965 hér að framan.
10/1065.
Guðmundur Jónsson borgardómari hefur með bréfi, dags. 13. september
1965, samkvæmt úrskurði, kveðnum upp 30. júlí s. á., leitað umsagnar
læknaráðs í bæjarþingsmálinu nr. 1040/1959: S. Þ-son gegn Olíuverzlun
Islands h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 16. nóvember 1954 varð stefnandi máls þessa, S. Þ-son, . . ., Reykja-
vík, fyrir bifreiðinni R . . ., eign stefnda, á gatnamótum Bankastrætis og
Ingólfsstrætis í Reykjavík.
Vottorð um lælcnisskoðun strax eftir slysið liggur ekki fyrir, en hér verða
rakin helztu læknisvottorð, sem lögð hafa verið fram í máhnu.
Elzta læknisvottorðið er frá Röntgendeild Landspítalans, dags. 15. febrúar
1955, og hljóðar svo:
„Gerð var encephalografi og injiserað um 50 ccm af lofti með linnbal-
stungu. Góð fylling fæst á b. hliðarhólfum. Ekki sjást neinar dislocationir,
dilatationir né deformitet á encephalogrammið. Dál. loft er utan á hemis-
ferum í frontalregioninni.
Röntgenskoðun negativ.“
Þá er vottorð . . ., sérfræðings í tauga- og geðsjúkdómum, dags. 22. febrú-
ar 1955, svo hljóðandi:
„S. Þ-son, f. . . ágúst 1905, g .vkm., . . ., kom til rannsóknar þ. 19. janúar
1955.
Hann gefur eftirfarandi upplýsingar: Höfuðtrauma 16. nóv. 1954 -f- með-
vitundarlaus, en ruglaður í 2 klst.; í 4 daga ruglaður með svimatilfinningu
sérst. eftir svefn. Rúmfastur í mánuð, oft uppköst og með höfuðverk.
;,Við rúmið“ í 2 mán.
Núverandi kvartanir: Palp., dyspnoea, vertigo (konstant), tremor, svita-
köst, pirringur, depressiv tendens, syfjaður á daginn, óregl. svefn, á erfitt
með að sofna á kvöldin, Scotom, stundum diplopi, konstant höfuðverkur,
minnistruflanir, j/2 initiativ, -f- matarlyst, konstant flökm-leiki, — starfs-
gleði, -f- starfslöngun, -5- lífsgleði, -f lífslöngun, eretismus.
Neural rannsókn sýnir ekki einkenni um organ. taugasjúkd. Reflexar á
extr. sup. lífl. Hypersensibilitet v. m. í andlitinu, a.ö.l. ekkert ónormalt.
Encephalografi 15. febrúar 1955 sýnir góða fyllingu í báðum hhðarhólf-