Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 106
1963
104 —
/
17 ára 67; 18 ára 107; 19 ára 136; 20—29 ára 1314; 30—39 ára 684;
40 ára 29; 41 árs 31; 42 ára 21; 43 ára 12; 44 ára 8; 45 ára 3; 46 ára 1.
I fæðingarstofnunum fæddu 2351 kona, en í heimahúsum 86, eða 3,5%.
Akranes. Flestar konur fæða nú á sjúkrahúsinu.
ölafsvíkur. Brýnt er fyrir barnshafandi konum að koma til skoðunar
á mánaðarfresti, en sé um meira að ræða, þá vikulega.
Stykkishólms. Langflestar konur fæddu á sjúkrahúsinu. Það færist í
vöxt, að konur leiti læknis um ráðleggingar til getnaðarvarna, og eru
vinsælastar hormónatöflur þær, sem nú er farið að nota til þeirra hluta.
Ég hef þó ráðið konum eindregið frá að nota þær að staðaldri, þar sem
mér virðist reynsla enn of lítil af langvarandi meðferð, til þess að hægt
sé að nota þær krítíklaust. Hef þó í einstaka tilfelli gefið þær um lengri
tíma, ef mikið lá við, að konan yrði ekki þunguð, t. d. ef um veikindi
var að ræða eða mikla ómegð og þreytu.
Reykhóla. Flestar konur skoðaðar mánaðarlega á síðari hluta með-
göngu.
Patreksfj. Haft eftirlit með barnshafandi konum reglulega síðari
helming meðgöngutímans og fyrr, ef ástæða er til. Einnig fylgzt með
konum eftir fæðingu, eins og þurfa þykir.
Flateyrar. Allar barnshafandi konur koma mánaðarlega í skoðun,
og er fylgzt með þyngd þeirra, blóðþrýstingi, þvagi og blóðrauða.
Hólmavíkur. Héraðslæknir hafði eftirlit með öllum vanfærum konum
í héraðinu.
HöfSa. Eftirlit haft með konum síðari hluta meðgöngutímans. Flestar
konur fara til Blönduóss og fæða þar á sjúkrahúsinu.
ólafsfj. Eftirlit með barnshafandi konum hefur verið reglulegt allt
árið.
Akureyrar. Langflestar konur fæða í Sjúkrahúsi Akureyrar, og nú
er aðeins tímaspursmál, hvenær engin ljósmóðir verður starfandi í
læknishéraðinu. Bæjarljósmóðirin mun sennilega hætta störfum á næsta
ári og engin koma í hennar stað.
Grenivíkur. Barnshafandi konur leita til fæðingardeildar F.S.A. til
þess að fæða.
Kópaskers. Læknir viðstaddur allar fæðingar.
NorSur-EgilsstaSa. Flestar konur fæða nú orðið á sjúkraskýlinu að
Egilsstöðum.
Austur-EgilsstaSa. Langflestar konur fæða í sjúkraskýlinu.
Eskifj. Eftirlit með konum á meðgöngutíma vaxandi. Flestar konur
koma reglubundið til eftirlits.
Kirkjubæjar. Haft var eftirlit með þeim fáu barnshafandi konum,
sem hér voru.
Víkur. Flestar konur, a. m. k. í Vík og næsta nágrenni, komu reglu-
lega í skoðun hjá héraðslækni og/eða ljósmóður.
Eyrarbakka. Flestar konur fæða nú í sjúkrahúsi Árnessýslu á Sel-
fossi.