Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 88
1963
— 86 —
16. Mislingar (085 morbilli).
Töflur II, III og IV, 16.
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Sjúkl. 6573 1214 7 12 2701 4401 5 8 3111 4040
Dánir 7 „ „ „ 1 2 „ „ 3 4
Framhald var á faraldri fyrra árs, og stóð hann fram á vor. Veikin
er skráð í 41 héraði og virðist hafa verið miðlungi þung.
Rvík. Faraldurinn frá árinu áður náði hámarki í desember 1962,
fjaraði út smám saman fyrstu mánuði ársins og mátti heita um garð
genginn í apríl.
Stykkishólms. Bárust í héraðið um áramót með nemanda. Náðu há-
marki í febrúar og lauk í apríl. Ekki varð mislinga vart að ráði utan
Stykkishólms, en þar tíndi faraldurinn upp alla, sem möguleika höfðu
á að fá mislinga. Ekki er hægt að kalla þá þunga, og furðu lítið var um
fylgikvilla í jafnstórum hóp. Sennilega hefur verið nánara lækniseftirlit
með mislingasjúklingum þessum en almennt gerist vegna þess, að skar-
latssótt gekk jafnframt, og því lögð áherzla á að greina hvert einstakt
tilfelli og fylgjast með því eftir föngum. Talsvert gert af ónæmisað-
gerðum gegn mislingunum. I upphafi var notað gamma-globulin. Var
lögð áherzla á að verja alveg börn á fyrsta ári og eldri börn, sem voru
veil á einhvern hátt. Var þessum hópi gefið 0,25 ccm pr. kg og bar í öll-
um tilfellum tilætlaðan árangur. Auk þess var 42 eldri börnum gefið
0,05 ccm pr. kg í því skyni að draga úr veikinni. Um átta þeirra var
vitað, að þau voru nýlega smituð, er þau voru bólusett, og veiktust þau
öll innan tveggja vikna. Fjögur þeirra, öll innan 5 ára, veiktust áber-
andi vægt. Á hin virtist sprautan engin áhrif hafa. Börn þau, sem
sprautuð voru ósmituð, virtust ónæm fyrir mislingum 2-3 vikur, þótt
erfitt sé að dæma örugglega um það, en veiktust síðan á venjulegan
hátt. Yfirleitt fannst mér árangurinn af þessum minnsta skammti af
gamma-globulin í hæsta máta vafasamur.
Bolungarvíkur. 1 júlí gaus upp mislingafaraldur, að mér skilst einn
hinn mesti hér á landi á árinu. Eitt til tvö hundruð börn og fullorðnir
munu hafa tekið veikina, en ég var sóttur til ca. 60.
Blönduós. Faraldur hafði gengið 1 lok ársins 1962. 1 janúar voru 4
tilfelli skráð, og eftir það virtist þessi sjúkdómur horfinn.
Grenivíkur. Stungu sér niður í Fnjóskadal eftir áramótin.
Breiðumýrar. 80 tilfelli eru á skrá fyrstu 2 mánuði ársins. 1 Lauga-
skóla veiktust nær 50 nemendur, eða allir nemendur skólans, sem ekki
höfðu áður fengið mislinga, að 9 undanskildum. En þessir 9 höfðu verið
bólusettir gegn mislingum haustið 1962 og sluppu nú allir. Sama máli
gegndi um fólk í skólanum og nágrenni hans, sem sprautað var í sama
sinn, það virtist allt ónæmt. Veikin gekk af vandræðalaust.