Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 131
129 —
1963
Af þessum 196 börnum hefur deildin lokið aðstoð sinni við 144 börn.
Ýmislegt. Þrír hópar foreldra héldu áfram kvöldfundum (hver hópur
niætti eina kvöldstund aðra hverja viku) til maíloka. Engir slíkir kvöld-
fundir hafa verið haldnir síðari hluta ársins, aðallega vegna anna starfs-
jiðs. Svo virðist, sem foreldrar hafi yfirleitt verið ánægðir með fund-
ina, og nokkurt gagn munu þeir hafa gert. Vonir standa til, að for-
eldrafundir verði hafnir síðar.
Borgarhjúkrun.
Tala sjúklinga 129. Tala vitjana 7500.
Tannlækningar.
1 lok síðast liðins árs gerði stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
ráðstafanir til að fá hingað sérfræðing í skólatannlækningum frá Nor-
e£i til ráðuneytis um þau mál hér. Fyrir valinu varð S. Bryhn Inge-
brigtsen, forstöðumaður tannverndarþjónustu Noregs, og dvaldist hann
hér frá 6.—12. janúar. Var honum gerð grein fyrir aðstæðum hér
a þessu sviði og honum fengin í hendur þau gögn um málið, sem hann
oskaði eftir. Auk stjórnar Heilsuverndarstöðvarinnar og framkvæmda-
stjóra ræddi hann við stjórn Tannlækafélags Islands, skólayfirlækni
°S prófessorinn við Tannlæknadeild Háskólans. Stjórninni hefur nú
borizt ýtarleg greinargerð og tillögur frá S. B. Ingebrigtsen, dags. 6.
aPríl 1963. Þar sem skýrslan er alllöng, þykir rétt að rekja aðeins aðal-
efni hennar hér á eftir. Fyrst rekur dr. Ingebrigtsen gang mála hér og
bendir á, að hér á landi séu 3159 íbúar á hvern tannlækni á móti 1398
í Svíþjóð, 1448 í Noregi, 1940 í Danmörku og 2369 í Finnlandi. Hann
bendir á, að nauðsyn sé á að fjölga tannlæknum. Á næstu árum getur
tannlæknaskólinn hér brautskráð 6 tannlækna árlega, og nokkrir tann-
læknanemar eru við nám erlendis. Ef 3 tannlæknar brautskrást auk
þess árlega erlendis, en 2 hætta árlega vegna aldurs, má gera sér í hug-
arlund, að eftir 10 ár verði 1 tannlæknir á hverja 1500—1600 íbúa. Þess-
ar tölur vill hann þó að teknar séu með fyrirvara, þar sem ýmislegt
ofyrirséð geti breytt þeim. Hann telur þetta ekki nógu öra þróun og
leggur til, að reynt verði að mennta fleiri tannlækna hér heima og er-
lendis. Lán þau, sem hér eru veitt stúdentum til tannlæknanáms, telur
hann eigi að halda áfram, þar til nóg sé af tannlæknum í landinu. Á
þennan hátt fáist tannlæknar að skólunum næstu árin, en horfa þarf
lengra fram á veginn og finna varanlega lausn. Á skólaárinu 1962—1963
var nemendafjöldi skóla í Reykjavík sem hér segir:
Barnaskólar (7—12 ára) ............... 9080 nem.
Gagnfræðaskólar (13—14 ára) .......... 2797 —
11877 nem.
17