Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 127
125 —
1963
þeim hafa psittacosis-mótefni. 1 samvinnu við borgarlækni hefur verið
safnað nokkru af dúfum frá 9 stöðum alls í Reykjavík, Garðahreppi og
á Seltjarnarnesi. Dúfur frá 6 þessara staða reyndust hafa mótefni gegn
psittacosis í komplementbindingsprófi. Þar sem vitað er, að samgang-
ur er mjög mikill milli dúfnabúa, þar sem verzlun og skipti með dúfur
er mjög algeng, má búast við því, að smit þetta sé töluvert útbreitt í
dúfum í Reykjavík og nágrenni. 1 sumum þeim dúfum, sem sýndu já-
kvætt blóðpróf, fundust sjúklegar breytingar, sem eindregið bentu til
psittacosissýkingar. Ætlunin er að kanna þetta mál mun ýtarlegar á
næstunni og rannsaka jafnframt heilsufar fólks, sem mest umgengst
dúfur.
Greining á veirusjúkdómum í mönnum:
Árið 1963 bárust alls 230 sýni úr 117 sjúklingum grunuðum um
bráða veirusjúkdóma. 140 sýni voru send til ýmiss konar mótefnamæl-
inga, og 90 sýni voru send til veiruræktunar.
Sýni bárust frá eftirtöldum aðilum:
Borgarspítalinn í Reykjavík ..............
Barnadeild Landspítalans .................
Lyflæknisdeild Landspítalans .............
Handlæknisdeild Landspítalans ............
Landspítalinn, VI deild ..................
Landakotsspítalinn .......................
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri ..........
Héraðslæknirinn í Laugarási ..............
Hjörn Sigurðsson, læknir í Keflavík ......
Reykjalundur .............................
Eirkur Björnsson, læknir í Hafnarfirði ....
sendi sýni frá
38 sjúklingum
40 —
20 —
1 —
1 —
2 —
1 —
5 —
7 —
1 —
1 —
tír einu sýni frá Borgarspítalanum ræktuðust mænusóttarveirur af
týpu III. Þrjú sýni, sem voru send úr Laugaráshéraði, reyndust grun-
samleg, en eigi að fullu lokið rannsókn á þeim. Allmikið hefur verið
win veirulungnabólgur á árinu, og flest kuldaagglutinationspróf, sem
beðið hefur verið um að framkvæma, hafa reynzt jákvæð. Eins og áður
e* getið, fundust komplementbindandi mótefni gegn psittacosis í einum
sjúklingi, og nokkur blóðsýni reyndust jákvæð í komplementbindings-
Þrófi gegn Q-fever.