Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 202
1963
200 —
. . . götu . ., sem hann hefur játað að vera valdur að, en aðdragandi þykir
með þeim hætti, að ástæða sé til þessarar rannsóknar.
A. er fæddur í Reykjavík . . febrúar 1941, sonur hjónanna H. A-sonar
og konu hans E. I-dóttur.
I báðum ættum föður hans munu vera til einhverjar geðtruflanir. Báðir
föðurforeldrar munu hafa búið við einhverjar geðsveiflur utan marka venju-
legrar geðheilsu. Tveir föðurhræður hans voru alláberandi annarlegir. Ann-
ar þeirra var geðveikur á pörtum og dó geðveikur, en hinn var alla tið stór-
undarlegur maður í háttum og lífemi og drakk þó nokkuð á köflum.
Um móðurætt A. er minna vitað, þó mun móðurmóðir hans hafa verið
a. m. k. mjög sérkennileg kona, sem ekki fór troðnar hrautir.
Faðir A. var yfirleitt stilltur maður og um margt vel gerður. Á yngri
árum drakk hann þó nokkuð á pörtum, en eftir að hann kvæntist og hafði
fyrir fjölskvldu að sjá, minnkaði hann það stórlega, en átti þó alltaf til að
„sletta í sig“. Móðir A. þótti fvrir margra hluta sakir glæsileg kona. Brast
heimilið ekki neitt undir forsjá manns hennar, en er A. var 7 ára gamall,
varð faðir hans hráðkvaddur. Þótti forsjá móðurinnar fyrir hag fjölskyld-
unnar mun óömggari, en hún vildi ekki þola íhlutun annarra um málefni
sín, og kastaðist allharkalega í kekki með henni og fjölskvldunum, hæði
sinni eigin og manns síns, og svo mjög. að hún var svipt fiárráðum. Reidd-
ist hún því ofsalega og ýmsu í því sambandi. Þótti sem viðbrögð hennar og
ýmsar gerðir í þessu sambandi gæfu eindreginn gmn um, að geðheilsu
hennar væri verulega áfátt. Við geðrannsókn hér á spítalanum 1953 var
hún talin við geðheilsu innan eðlilegra marka. Hvað síðan hefur á daga
hennar drifið. er mér ekki kunnugt, en í viðtali nú fyrir nokkrum vikum
kom hún mér fvrir sjónir sem í hæsta máta undarleg persóna, í framkomu
og „áferð“ (klæðahurði, en einkum þó andlitssnyrtingu), hugsanatengsl.
hennar afar losaraleg og háð hinni mestu óskhyggju, svo að vart mátti heil-
brigt teljast. Var vfirleitt yfir henni verulegur oflátabragur (maniskur).
Auk þess ber svo dálítið á hugmvndum hjá henni, sem jaðra við ofsóknar-
hugmyndir, t. d. að trúlofun A. (sem að visu var alveg á frumstigi og fór
enda út um þúfur) hefði verið tilraun systkina hennar til þess að „ná tang-
arhaldi“ á A. og koma honum þannig undan áhrifum hennar, móðurinnar
(en kunningsskapur er með móðursystur A., sem hefur verið honum mikið
til skjóls, og fjölskyldu fyrrverandi unnustu hans), og að nú sé aftur verið
að reyna að koma honrnn til við aðra stúlku, en það séu sams konar til-
raunir af hálfu /ó'ðnrfólks hans, en A. og faðir stúlkunnar eru systkina-
synir. Frú E. kemur yfirleitt fyrir sem næsta ótrúlega egocentrisk persóna.
Eins og að framan getur, dó faðir A., þegar hann var 7 ára gamall. Síðan
hefur hann og seinna tveir hálfbræður hans reyndar líka verið ýmist hjá
móður- eða föðurfólki sinu, eða hjá móður sinni. Var A. þannig á ýmsum
heimilum fram til 13 ára aldurs. Þótti hann yfirleitt ósköp venjulegt harn,
e. t. v. þó nokkuð þungur og inn í sig. Samkomulag með þeim mæðginunum
hefur verið sæmilegt, eða tæplega það, en þó einkanlega tæpt eftir tilkomu