Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 176
1963
— 174 —
vísu kemur þetta oftast nær fyrir hjá bömum, en ég hefi séð shkt fyrirbæri
líka hjá unglingum. Ég tel þvi mjög sterkar líkur fyrir því, að þetta byrj-
imareinkenni bráðrar lungnabólgu hafi getað leyst úr læðingi krampakast
hjá manni, sem var flogaveikur fyrir.
Að lokum vil ég geta þess, að í nær fimmtíu ára læknisstarfi mínu, hefi
ég aldrei upplifað það, að bráð lungnabólga (pneumonia crouposa) hafi ein
út af fyrir sig drepið sjúklinginn, mann á bezta aldri, fáum klukkustundum
eftir að hún byrjaði.“
. .., sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum, Reykjavík, segir svo í lækn-
isvottorði, dags. 24. apríl 1963:
„Ég hefi lesið dómskjöl í máli dánarbús J. G-sonar gegn Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund og skal í því sambandi láta eftirfarandi upplýsingar
í té.
J. G-son lá á Ellih. Grund 28. febrúar til 5. marz 1952 vegna heilahrist-
ings (commotio cerebri). Hann kvartaði öðru hverju um höfuðverk, á með-
an hann dvaldist þar, en að öðru leyti virtist ástand hans eðlilegt. Skal sér-
staklega fram tekið, að einkenni vefræns heilasjúkdóms fundust ekki. Hon-
um var leyft að fara heim þ. 5. marz, en ráðlagt að liggja í eina viku til
viðbótar og að hefja ekki vinnu, fyrr en læknir leyfði.
Ég taldi heilahristinginn ekki alvarlegs eðlis og horfur á fullum bata því
góðar.
Um orsök get ég ekkert fullyrt, en tel tvennt koma til álita, annaðhvort
að hann hafi snögglega fengið aðsvif, skollið niður (eins og á sér stað um
flogaveika) og við það hlotið höfuðhögg, eða að hann hafi fyrst orðið fyrir
höggi og sem afleiðing þess misst meðvitund. Um þetta veigamikla atriði
get ég ekki vottað. Ég þekkti ekki J. heit. G-son áður og var þvi ekki kunn-
ugt um það fyrirfram, hvort hann átti vanda til að fá aðsvif.
Eftir að kunnugt varð um, að hann fengi flogaveikiköst, ráðlagði ég hon-
um að forðast þá vinnu, sem sérstaklega er varasöm flogaveikum, svo sem
vinna í stiga eða á palli. Er átt við þá viðvörun með þvi, er segir á dóm-
skjali nr. 9.
Ég gerði taugakerfisrarmsókn á J. G-syni, skömmu áður en hann lagðist
inn á taugadeild Ríkisspitalans í Kaupmannahöfn. Sú rannsókn min leiddi
ekki í ljós einkenni skemmda á heila né öðrum hlutum miðtaugakerfisins.
Þvi miður hefir mér ekki tekizt að finna það, sem ég þá skrásetti um skoð-
unina í einstökum atriðum.
Eins og fram kemur af þvi, sem hér er sagt, leiddu sjúkraskoðanir minar
ekki í ljós neinar vefrænar heilaskaddanir. Sama niðurstaða virðist fást við
miklu víðtækari taugakerfisrannsókn i Ríkisspít. í K.höfn („Ingen tegn til
organisk nervelidelse“) og einnig við krufningu, sbr. ályktun: „Ekki fund-
ust nein merki þess á heila, heilabasti eða höfuðbeinum, að hinn látni hafi
hlotið alvarleg höfuðhögg“.“
Loks liggur fyrir læknisvottorð . . ., fyrmefnds sérfræðings í augnsjúk-
dómum, dags. 21. maí 1963, svo hljóðandi: